Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 24
JÓHANNES H E L G I : Fjöregg í tröllahöndum Afsiðun æskunnar, þáttur hersins, glæparitanna, kvikmyndanna, bóksalanna; æskulýðshöíl eða tukthús; skilningsblinda almennings; úrbætur Á daginn slæpist ungviðið á speglasjoppum, slá- andi fimmkall fyrir ísglundri og vindlingum; á nóttunni þegar hleypt hefur verið út úr danshús- unum slæst það kringum pylsuvagnana og ryðst ölmótt og illa til reika fram og aftur um miðbæinn og spýr og grætur utan i húsveggi fram eftir nóttu. Þá hefur þessi lýður farið á mis við þjóðerni sitt, taiar ekki íslenzku nema að nafninu til og gengur undir annarlegum orðskrípum í stað skírnarnafna sinna, er blindur á flest nema glys og prjál, les ekki annað en lesefni lélegustu tegundar, horfir ekki á annað en ruslkvikmyndir og hefur skömin á landi sínu og þjóðerni. Smápattar rotta sig saman vissum ekki heldur hvert bæri að leita. En nú stendur þetta allt saman prentað í mynd- skránni sem kostar okkur krónur 10 og þar getum við nú merkt við og svo getum við bara bankað upp á hjá: þeim konsúlum og barónum og mikilmennum og apótekurum og verksmiðjuyfirpródúsentum og sem betur fer fleirum sem þar standa skráðir eins og steinalausar rúsínur. Ég veit að okkar hæst- virtu stjórnarvöld sem standa fyrir afmæl- isgildinu þurfa ekki á okkur yngri listamönn- um máls eða mynda að halda þegar þau gera þér afmælisfagnað fremur en endranær enda högum við okkar veizluhöldum á annan veg með því að dvelja með listaverkum þínum þegar kostur gefst og mótmælum þvi að þú sért sjötugur fremur en eitthvað annað því þú ert bæði elztur og yngstur. 22 í skipulögð þjófafélög, dýr eru kyrkt, jafnvel fisk- um misþyrmt, það er skotið á fólk, saklausir menn barðir til óbóta, rændir og gengið næst lífi þeirra. Sama er að segja um velsæmið. Það heyrir t.il tíðinda að lagleg ógift stúlka nái tvítugsaldri án þess að verða barnshafandi. Herstöðin í Keflavík hefur á annan áratug verið eitt pútnahús, þaðan hafa íslenzkar unglingsstúlkur flykkzt árum saman eins og fénaður, hver árgangurinn á fætur öðrum, til að láta fleka sig, þunga og naktir líkamir þeirra síðan ljósmyndaðir undir áhrifum kynæsandi lyfja, flugvallarstarfsmönnum til skemmtunar og íslend- ingum til háðungar. Og hinir fullorðnu láta ekki sitt eftir liggja, þriðji hver maður fæst við eihvers konar brask. Hvert fjársvika- og okraramálið rekur annað. Virðulegir höfðingjar standa skyndilega stimplaðir þjófar og svikarar frammi fyrir alþjóð og kynferðisglæpir á börnum færast í aukana. Þessi andstyggð blasir við hinum reykvísku borgurum ár eftir ár, en einasta andsvar þeirra er fyrirlitning. Þó eru þeir þess fullvissir að þetta sé sú siðlausasta og óíslenzkasta Háttur æska, sem nokkru sinni hafi dregið strútsins andann í þessu landi. Og því miður hafa þeir rétt fyrir sér, en samt er ekkert gert til þess að sporna við þessum ófögnuði, líkt og menn haldi að hér sé um að ræða innri orsök og óviðráðanlega, einhverja skyndilega stökk- breytingu niður á við í kyngæðum hjá þjóðinni, sem ekkert verði við gert og bezt sé að loka aug- unum fyrir að hætti strútsins. Einhvern slíkan reyk virðast menn vaða, því að annars hefði eitt- hvað verið gert öll þessi ár annað en að gapa í geypilegri forundrun yfir hátterni æskunnar. Það hefur engin hnignun orðið í kyngæðum, það vita allir; það er annað sem hefur gerzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.