Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 31
EINAR B R A GI : Holtsnúpur Hinn þjóðkunni klerkur séra Sigurður Eiliarsson orti eitt sinn kvæði cr nefnist Fífl í leik: Hið rauða flos á rósuni vona þinna í rosaveðrum lifsins burtu skefur. Og hægt og hægt, en miskunnarlaust minna hver morgunn þér af fyrirheitum gefur. Og djásnin fögru tir draumum æsktt þinnar í dagsins slili og argi mást og týnast. Loks slær þeim kalda yfirdrepsskap innar að una því að vera ckki, — en sýnast. Þó setur einatt að þér kuldahroll, og öðru hvoru er sál þín klökk og veik og grætur sinnar æsku Iðavöll. — En brátt er lífs þíns gata gengin öll. Hið greinda barn er orðið fífl í leik með grárra hára skraut um skiptings koll. Seinustu árin hefur séra Sigurður vcrið sóknarprestur að Holti undir Eyjafjöllum. har eystra hefur löngum vcrið reimt, eins og lesa má í þjóðsögum Þorsteins Thorarensen fræðimanns við Morgunblaðið: „Ofan úr hrikalegum undirfellum jökulsins komu óvtcttir cins og Gilitrutt og önnur tröll. Hér hcyrði mannfólkið í kotunum ógnarlcgar drunur og skruðninga ofan úr lilíðunum, þegar skriðurnar runnu af stað. Á einum stað stendur risastór klettur á grundinni. Er sagt, að Iiann hafi brotnað úr þver- hnýptri egg fjallsins og mulið undir sig 'neilan bóndabæ. Og fram á seinni ár hefur tæpast verið vært á sumum bæjum í sveitinni vegna drauga- gangs. En klukknahljómur frá Eyvindarhólakirkju vcitti vernd gegn öllum óvættum." Séra Sigurður gaf á yngri árum út safn byltingarkvæða og kallaði það Hamar og sigð, ekki ómerkilcgt innlegg í baráttu þeirra tíma, en gjörsneytt skáldskapar- og listgildi, og munu allir góðir menn hafa talið það viturlegt af klerki að leggja ckki frekari stttnd á kvæðasmíð. Líklega hefur bann sjálfur verið sömu skoðunar, því hann lagði þessa iðju á hilluna í tvo áratugi. En þegar hann hefur setið um hrið í sveitasælunni eystra tekur hann að berja saman af miklum dugnaði eftirlíkingar af kvæðum Einars Ben., Tómasar og fleiri góðskáltla, ryður Jiessu síðan á prent. Og gcrist nú fyrst alvarlega óhreint undir Eyja- fjöllum. Skrýtnir órólegir andar fóru að sjást á sveimi umhverfis prestsetrið i Holti kúrtisérandi klerk staðarins eins og síðbúnir biðlar auðttga sinjóru. Við þessa óvæntu hylli færðist prestur allur í aukana, og eftir því sem hann varð iðnari við gerviljóðagerðina jukust reimleik- arnir í Holti: mögnuðu þannig hverjir aðra. I-lelgi Sæ- mtindsson rcisti kennimanninum þjóðgarðsstyttu fyrirfram og klappaði á fótstallinn (eins og til að ögra Einari og Jónasi): Öndvcgisskáld íslendinga. Guðlaugur lauk upp dyrum musterisins í nafni þjóðleikhússráðs og bað Önd- vegisskáldið inn að ganga. Útvarpsráð sá nú fyrst að hið gamla vandræðabarn ríkisútvarpsins liafði þá verið sénf eftir allt saman (átti ég ekki bankabygg) og tók það upp á arma sína, Skálholtskviðunefnd átti í fórum sínum 15 þúsundir, scm hún var í hálfgerðum vandræðum með. En þá vildi svo vel til, að Siguröur gat tekið sér nokkurra daga hvíld frá öðrum skáldskap, og málinu var borgið. horsteinn Thorarensen, scm lengi hafði lumað á fácinum kvæðum og fengið á sig töluvert orð i Stefni, var ekki lengi að finna andlegan skyldleika sinn og Sigurðar, brá því skjótt við og nældi í tveggja síðna viðtal fyrir blað sitt plús þrídálka mynd af „hinum himingnæfandi Holtsnúp" og „Fólksvagninum scm frægur er orðinn úr ferðasögu skálds- ins frá Þýzkalandi og Hollandi". Hið andríka blað Suður- land var svo lieppið að sjálfur ritstjóri þess var staddur í Holti, þegar útvarpið tilkynnti ákvörðun skálholtskviðu- dóms, og í glcðivímunni veitti verðlaunaskáldið ritstjór- anum ekki aðeins geysilangt viðtal, heldur kippti það einnig mörgum blöðum úr minnisbók sinni og sagði „gjörðu svo vel vinur, og þú skalt fá meira seinna." Er Kiljan hafði hlotið nóbelsgullið og Steinn stefnisverðlaun, sá Stúdentafélag Reykjavíkur að hér var þörf skjótra ráða og hengdi gullstjörnu í hempubrjóst Holtsprestsins. Og nú cr senn von á hinu frumlega leikriti „Það verður heitt surnar", sem Fulton Oursler kallar „The Greatest Story ever Told", svo hcimsfrægðin bíður kannski á næsta leiti. „llið grcinda barn er orðið" eftirlætisleikari allra þeirra er „una því að vera ckki, — en sýnast". Hrifningin er mikil meðal áhorfenda, er sjá í þessum eina rætast óskir sínar og þrár. Og nú þarf aðeins að hafa nákvæma gát á klukku- sveini Eyvindarhólakirkju, því hið geistlega sjónarspil gæti fengið hörmulegan endi, ef klukkaranum yrði á að kippa í strcnginn. Hvcr vcit nema sjálfur Holtsnúpur liryndi, og þótt Gilitrutt tækist kannski að bjarga sér, er óvíst hvernig þá færi um „önnur tröll". 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.