Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 18
ferðaðist hann um eins og hann þekkti hverja þúfu: barn, uppreisnarmaður og spámaður. Frá Equador er hinn frá- bæri hitabeltismálari Carrera Andrade, drátthagur smá- myndasmiður sem teiknar fjallatinda og frumskóga- gróður, skortítur og eldflug- ur. Skáldið Vallejo frá Perú, sem lézt allt of ungur, var söngvari uppreisnar og sárs- auka, og Ijóð hans eiga síauknum vinsældum að fagna. Hidalgo er annað skáld frá Perú, en hefur flutzt til Buenos Aires, frumlegur í hugsun, vísindalega þenkjandi dulhyggju- maður og heimsfræðingur. Meðal draumlyndra munaðarskálda sem brugðið geta fyrir sig bitru háði, er minnir á skrjáf í þurrum pálma- blöðum, er Jorge de Lima sem yrkir dapur- leg þjóðlífskvæði, í senn mjúk og svört eins og brjóst negrakvennanna og full af katólsk- um uppreisnaranda og goðsagnakenndum sýnum. Frá Kúbu er öreigaskáldið og múlatt- inn Guillen, nýtízku danskvæðaskáld. 1 kvæð- um hans blandast skrjáfið í sykurreyrnum saman við neyðaróp hinna limlestu: sterk blanda af sykurreyrssafa, negrasvita og blóði. í Mexíkó eru mörg skáld, sem bræða í eitt fálmkenndan impressjónisma og skýra hugs- un, og bera ljóðin svip hins stórbrotna ætt- lands þeirra: á eftir Gorostiza, Pellicer og Villaurrutia kom ný djarflegri skáldakynslóð, og ber Octavio Paz hæst í þeim hópi. I Suðurameríku eru skáldsögur og aðrar sagnabókmenntir ekki eins langt á veg komn- ar og ljóðlistin. Það er of mikill reyfarabrag- ur á atburðarásinni, og þær eru skrifaðar í of ljóðrænum mælskustíl, en þess ber að gæta, að þær eru brautryðjendaverk sprottin úr mikilfenglegum veruleika. Af vígreifum verkalýðsskáldum, sem að sjálfsögðu tvinna saman list og áróður, ber fyrst að nefna brasilíumanninn Amado, er lýsir lífinu á kakóekrunum og í hafnarborginni Bahia, jafn glöggur á þjóðfélagsmál og hann er snjall í alþýðlegri frásagnarlist. Svipaðir hon- um eru þeir Alegria og Icaza frá vesturströnd- inni, sem báðir hafa skrifað nærfærnislegar og áhrifamiklar lýsingar á ömurlegum kjör- um indíánanna í námunum, á stórjörðunum og við hinar miklu mannvirkjagerðir. Gall- egoz frá Venezuela hefur fjallað í húmanist- ískum anda um frumskógalíf og stjórnmála- átök. Argentínumaðurinn Mallea er formæl- andi frjálslyndra borgara í stórbæjunum og berst af einlægum áhuga fyrir nýrri suður- amerískri stefnu, meiri þjóðfélagslegri ár- vekni og ábyrgðartilfinningu. Suðuramerískur skáldskapur er athyglis- verður vegna þess að í honum fer saman há- þróað form og ákveðin afstaða til almennra stórmála. Borið saman við undanlátssemi nær allra norðuramerískra rithöfunda við aftur- haldið vekur hugrekki suðuramerískra höf- unda sérstaklega miklar vonir. Jafnvel í Evrópu, þar sem skáldin láta sér tíðum nægja að rýna í „sorta hvirfilbyljanna", að snúast með í hringiðu eftirstríðsáranna, getur verið hollt að íhuga, hvernig þessi skáld nota ljóð- ið í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi, fyrir betri lífskjörum, svo að maðurinn geti orðið betri maður. Ef til vill þarf ljóðið á þvílíku hlutverki að halda til að öðlast hið lifandi samband og þann sköpunarkraft, sem hefur það yfir listdýrkun og formföndur. Vestrænar nýbókmenntir virðast fálm- kenndar og rislágar, eins og skáldin hugsi meira um að fága smiðatól sín en láta gamm- inn geysa. Þó eru franskar og að vissu leyti ítalskar bókmenntir undanskildar. Bókmennt- imar eru sem sagt í samræmi við viðhorf manna almennt í Vesturevrópu, þar sem menn hallast að róttækum aðgerðum, en þora ekki 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.