Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 3
H A X N ES SIGFÚSSON : LAUN LISTAMANNA Enn á ný hefur nefnd sú sem Alþingi íslendinga hefur kjörið sem hæstarétt ís- lenzkra listmála fellt sinn dóm. Og enn á ný skal dómi hennar áfrýjað .... Um langt árabil hafa nú þessir þrír menn setið á rökstólum fáeina daga árlega til þess að fella listamenn landsins að geðþótta sínum og skipa í fyrirrúm þeim listasmekk sem get- ur fátæklegastan meðal alþýðu manna. Það er erfitt að hugsa sér lævíslegri fjörráð við íslenzka list en þessir þrír brugga undir yfir- skini postullegrar réttsýni. Með úrskurðar- valdi um verðleika íslenzkra listamanna til fjárhagslegs stuðnings hafa þeir aðstöðu til að móta listsmekk þjóðarinnar (ef einhver væri) og afvegaleiða hann, jafnframt því sem þeir setja hvern smánarblettinn af öðrum á þá íslenzku menningarsögu sem nú er að rit- ast. Það gegnir furðu að jafn virðulegir borg- arar skuli ár eftir ár vilja leggja nafn sitt undir dóm sögunnar með jafn ósmekklegum hætti. En Alþingi sem hefur valið þessa þrjá menn í dómarasætið — fer því ekki senn að verða til efs að val þess hafi verið skynsamlegt? Er það raunverulega samþykkt því að íslenzk list verði jöfnuð við jörðu jafnskjótt og hún rís yfir meðalmennskuna, og að rányrkja í listum sé verðlaunuð umfram það sem miðar að frjósemi í þeim greiniun menningar? I einlægri von um að svo sé ekki, langar mig með fáeinum dæmum að reyna að sanna skynibornum alþingismönnum, að gagnrýni listamanna á núverandi úthlutunarnefnd er á gildum rökum reist. Ég vel mér þá leið að höfða til listræns smekks þingmanna sjálfra í stað þess að beita fullyrðingum. Ég vel ljóð umfram skáld- sögur vegna þess að hægara er að tilfæra hlutlæg dæmi um ljóðlist en skáldsagnagerð. Sama máli gegnir um tónlist og leiklist •— samanburður á ljóðum er handhægari. Mynd- list gæfi að vísu tilefni til samanburðar, en hætt er við að þingmenn reyndu þá að skjóta sér á bak við þá hæpnu afsökun að þeir séu að eðlisfari glámskyggnir á myndlist, en gagnvart ljóðlist eiga þeir varla frambæri- lega afsökun. Til þess að gera aðferð mína hlutlægari, vinnubrögð mín heiðarlegri, og þarafleiðandi þá lærdóma sem nást kunna af samanburð- inum enn afdráttarlausari, tek ég það ráð að velja ekki dæmin sjálfur, heldur einfaldlega að slá upp á blaðsíðu tíu eða ellefu í síðustu ljóðabókum tíu höfunda sem hæstiréttur ís- lenzkra listmála hefur fellt um sinn skorin- orða dóm. (Síðustu ljóðabókum tíu höfunda til þess að ekki geti verið um persónulegt val á bókum að ræða, blaðsíðu tíu eða ellefu ein- faldlega vegna þess að við eitthvert blað- síðutal verður að miða). Ég á aðeins þrjár af þeim tíu bókum sem um er að ræða og verð því að fara upp í Landsbókasafn til þess að fletta upp á blað- síðu tíu í hinum. Ég er svo öruggur um að óg muni finna verðug dæmi á hvaða blaðsíðu 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.