Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 31
Rennie Mackinlosh: Listaskólinn í Glasgow 1899 fyrir mönnum nauðsyn þess, að listin væri höfð með í ráðum við iðnfram- leiðsluna og yrði þannig að nýju þáttur í daglegu lífi mannsins. Hreyfing þessi vann mikinn og verðskuldaðan sigur: Peter Behrens, merkasti húsa- meistari meginlandsins var ráðinn starfsmaður rafmagnshringsins mikla, A. E. G., og ekki aðeins sem húsameistari, heldur var honum falið að teikna og móta framleiðsluvörur hans, jafnvel auglýsingar. Ráðning þessi markaði tímamót. Jafnframt unnu ýmsir brautryðjendur hver í sínu lagi að sameig- inlegu markmiði: þar má nefna Henri van de Velde, er snúið hafði baki við Art Nouveau og tekið að glíma við alvarlegri viðfangsefni, sérstak- lega eftir að hann var skipaður forstöðumaður listaskólans í Weimar, Otto Wagner og Joseph Hoffmann í Austurríki, H. P. Berlage í Hollandi. Hjá sumum réð ekki annað en meðvitundin um að þeir væru að móta hús eftir eigin höfði en ekki í þrælsótta við fortíðina; hjá öðrum var um að ræða markvissa leit að nýjum formum og hugmyndum, sem telja má grundvöll nútíma byggingarlistar. Ný listform voru að skapast með nýrri öld, og þau voru ekki lengur tengd íbúðarhúsum einum, heldur einnig verksmiðjum, sjúkrahúsum, skólum: húsum sem setja sterkastan 29

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.