Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 44
sennilegt, að síðar meir muni sú saga talin marka tímamót á höfundarferli hans, og er hún þó enganveginn risaskref þaðan sem hann var í síðustu bókum sínum. En liklegt þykir mér, að hún muni öðrum skáldsögum fremur verða talin heimild um menningarstig og blæ þess tímabils sem hún greinir frá, jafnvel ýmsum hlutlægum dokumentum fremur. Um það, að hún verði vinsælli meðal alls almenn- ings en annað sem Ólafur hefur skrifað fram til þessa efast ég ekki. Ó. J. S. hefur nú um allmörg ár verið í hópi beztu rithöfunda vorra; frá slíkum hlýtur maður að vænta góðra bóka. Þeir höfundar eru líka fáir, það ég veit, sem vandvirkari eru en hann eða gera sér betur grein fyrir því hvað þeir eru að fara. Þess vegna bíður maður framhalds Gangvirkisins með nokkurri eftirvæntingu. Ég þykist fyrirfram vita, að sú bók muni eiga allbrýnt erindi til okkar nú, og hagnaður les- andans því ekki verða minni en höfundarins af þeim við- skiptum. • Elias Mar. Albert Schweitzer Sigurbjörn Einarsson: ALfíERT SCHWEIT7.ER. Ævisaga. Reykjavík 1955. fíókaútgájan Setberg, 503 bls, kr. 148 ib. Albcrt Schweitzer er einn af furðulegustu fjöllistamönn- um sögunnar. Vart annar slíkur, síðan Leonardo leið. Hug- arleiftur hans er líkast eldingum guðanna, er þeir klufu með björg jarðar. Hann klýfur kjarneindir hvers viðfangs- efnis og skapar sögu, hvar sem hann ber niður. Honum er orðið það Ijóst á 22. aldursári, að hann l.ýr yf- ir ófreskigáfum og óvenjulegu þreki og tekur þá ákvörðun einn grózkuþrunginn sunnudagsmorgun við opinn glugg- ann í prestshúsi föður síns, „að hann gæti leyft sér að helga sig vísindum og tónlist fram að þrítugu, en síðan yrði hann að þjóna mönnunum á annan og beinni hátt“. Lifsham ingjan er ekki gefin án endurgjalds og ábyrgðar. Og það var kjötsúpan og vetrarfrakkinn, sem sáðu fyrsta sæðinu. Hann er drenghnokki, þegar hann þolir heldur flengingu föður síns en að klæðast hlýjum vetrarfrakka, því strákarnir í þorpinu áttu enga slíka flík. Og ekki ólust þeir við kjötsúpu heldur vatnsgraut. Upp frá því )eit hann kjötsúpu ævinlega hornauga. Hann varð að vera „solidaire", þótt smásnáði væri. Um aldamótin er námi lokið og hinn ungi dósent skrif- ai hverja bókina á fætur annarri. Tvær þeirra skrifar hann jöfnum höndum. Geschichte der Leben-Jesu Forschting (Von Reimarus zu Wrede) skrifar hann á daginn og J. S. Bach, lc musicien-pocte, á nóttunni. Hina síðari umritar hann á tveim árum og þá á þýzku, og eru nú 455 blaðsíð- urnar orðnar 844. Hvor þessara bóka einna hefði nægt til þess að halda nafni hans á lofti uin víða veröld. En jafn- framt stundar hann margvisleg önnur störf: kennslu, tón- leika, predikarastarf og endurbætur gamalla kirkjuorgcla. Hann kernst í tölu þeirra manna, sem mest áhrif hafa haft á byggingartækni slíkra hljóðfæra. En nú er hann orðinn „vitlaus". Fresturinn er liðinn. Nú skal goldin skuldin við lífshamingjuna. Hann tekur ákvörð- un unr að yfirgefa háskólaframa og hljómlistarhallir og fara að skafa kaun svertingja. Fortölur vina duga ekki. Á sex árum lýkur hann embættisprófi í læknisfræði og stund- aði þó sín fyrri störf jafnframt. Þá er embættum sagt laus- um við Strassborgarháskóla og ári síðar er hann doktor í læknisfræði. Nú er haldið til frumskógarins til þess að gjalda skuld Evrópu við svarta manninn. Við Ógówe fljótið, i Lambar- ene, haslar hann sér völl. Þar berst hann við mýrarköldu, blóðsótt, holdsveiki, beinátu og kaun hvers konar, svo og hjátrúarhræðslu, leti, ómennsku og ódyggðir. Heimsstyrjöldin fyrri brýst út. Schweitzershjónin, þýzkt fólk í franskri nýlendu, eru flutt fangar til Evrópu. í fangabúðunum er líknað og læknað, en Schweitzer er brot- inn maður og farinn að heilsu. Vitfirring styrjaldarinnar fyrri vekur með hontim hugsanir, er rýna til mergjar veil- una í menningu Evrópu, sem hann raunar hafði koinið auga á fyrir aldamót. Framfaraviljinn er einskis nýtur án siðgæðisþroska. Þar liggur hundurinn grafinn. Eftir styrjöldina vinnur Schweitzer uppbyggingarstarf í Evrópu. En þrekið er horfið og þrótturinn flúinn. Þá er það, að Söderblom bjargar honum. Skuldirnar, sem hann hafði stofnað til vegna Lambarene, valda honum óbærum áhyggjum. En sænski erkibiskupinn bendir á leiðina. Schw- eitzer heldtir um löndin til hljómleikahalds og fyrirlestra, og málinu er borgið. Hann er nýr maður. Enn cr mikillar fórnar krafist. Helene verður cftir, farin að heilsu eftir óhollustu hitabeltissvækjunnar, þar sem enginn hvítur maður helst við nema fá ár í senn. Schweitz- er heldur til Afríku öðru sinni en einn síns liðs. Fjögur ár líða þar til hann sér konu sína og einkadóttur aftur. Nýtt landnám hefst. Spítalinn stækkaður, holdsveikra- sjúkrahús Ijyggt. „Menningin byrjar ekki með lestri og skrift lieldur með hamri og sög". Læknar bætast við, hver af öðrum. Annir Schweitzers aukast, en samt er tími til þess að skrifa bók um Pál á nóttunni. Á nýjan leik hefst í senn spennandi og raunaleg saga. Síðari heimsstyrjöldin brýst út. Og nú er barist um Lambarene. Negrarnir botna hvorki upp né niðttr í hvíta mannintim, sem boðar mildi og góð verk en stundar mann- 42

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.