Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 6
Til þeirrar beizkju, er brann í sál mér heima
beygðum af kvöð, ég nú ei lengur finn.
Sunnudagsmorgnar löngu liðnir streyma
ljómandi bjartir gegnum huga minn.
Sorg minnar bernsku nú er gleymd og grafin,
getur mér ekki lengur sjónir villt
Minningin öll er gullnu gliti vafin.
Greiði ég sundur vefinn hægt og stillt.
Birtist mér allt vort lif í ljósi nýju.
Loks hefur tíminn kveðið upp sinn dóm.
Finn ég nú bezt hve ávallt andar hlýju
æskunnar þeyr á minninganna blóm.
Jón úr Vör hefur gefið út fimm ljóðabæk-
ur, og hefur þó aldrei hlotið hærri styrk en
efnilegur byrjandi. 1 ár hefur hann líka feng-
ið styrk lægstu gráðu: 4800. Heiðrekur Guð-
mundsson hefur hinsvegar aðeins gefið út
tvær Ijóðabækur •— hann fær 7500. Munur-
inn á þessum tveim skáldum er sá að annar
yrkir á heldur leiðinlegu tyrfnu máli sem
tíðkaðist mjög hjá lakari hagyrðingum á síð-
astliðinni öld — það minnir oft einna helst
á vanskapaðan fót kínverskrar hefðarmeyj-
ar: „margoft sem forðum skyggði á heiða
sól“ — rangsnúin orðaskipan til að þræla
setningunni í rím. Jón úr Vör beitir hinsvegar
svo tilgerðarlausu máli að nálgast hversdags-
legan prósa — hann velur sér yrkisefni úr
hversdagslífi íslenzkrar alþýðu og þessvegna
hæfir efninu einfalt form. En ef maður lítur
á efni „Sunnudags" Heiðreks Guðmundsson-
ar annarsvegar og hinsvegar búning kvæðis-
ins, þá sést Ijóslega að þar hæfir ekki skel
kjafti. Þessar ómerkilegu vangaveltur um
gamalt tema, sem hver kelling hefur valið
sér að yrkisefni í hundrað ár: „blámóðu minn-
inganna", hefðu kunnað miklu betur við sig
í einföldum setningum — búningur kvæðisins
er fordild og ber vitni glæfralegum misskiln-
ingi á eðli kvæðis: afstöðu forms og efnis.
— „Hlátur fjallsins" er að vísu ekki gott
dæmi um skáldskap Jóns — ljóðaflokkurinn
Þorpið er hinsvegar sígilt verk í íslenzkum
bókmenntum, ágætt dæmi um samvinnu
forms og efnis til sterkra áhrifa. En hæsti-
réttur íslenzkra bókmennta flýtir séir að
tylla undir mærðartimbur Heiðreks Guð-
mundssonar í von um að það gnæfi hærra
fyrir þá sök.
Þriðja dæmi:
Guðmundur Frímann, Svört verða sólskin bls. 10:
Samnefnt kvæði:
Á miðju sumri fannst þér allra fyrst
að farið væri að dimma í þínum bæ,
og sveitin þín með rafs- og rósablæ
fékk rökkursvip — og gleði þín var misst.
Það kom sem óljós kvíði fyrst í stað,
sem kaldur grunur, veitti enga ró,
unz dökkum skugga á himinheiðið sló
og hylji draums þíns. — Gazt þú skilið það?
Og sorta sló á sumarlönd þín öll,
á sólargullin ævintýri þín.
Svo birtist þér í einni óráðssýn
þín álfalönd, þín tröll og huldufjöll.
Þinn leyndardraum og hjartans rósemd rauf
ein reginmyrk og þungbrýn voðanótt.
Að fótum þínum drupu dauðahljótt
sem dropar rauðir haustsins fyrstu lauf.
Þín biðu hraunin, úfin, apalgrá.
Er óttans vafurlogar glöptu sýn,
hve haldlaus reyndist æskuarfleifð þín,
og einskisnýt þín drauma og vögguspá.
Og óráðssýnin bar þig langt af leið
og lengra en nokkur kann að greina frá.
Frá sjálfum þér á flóttans heiði há
þú hvarfst — en ekkert þín að lokum beið.
Og hrímsins liljur haustið til þín bar,
og húmsins órablindu á veg þinn sló.
Þitt bjarta ljóð úr hjartans harmaskóg
þú heyrðir þrotlaust kalla — en ekkert svar.
í villu þinni gakk þú heilan hring.
Sé horft til baka ekkert framar vinnst,
því tröllin verða allt sem endurfinnst
frá æsku þinni, hitt var sjónhverfing!
Snorri Hjartarson: Á Gnitaheiði bls. 11: Sam-
nefnt kvæði:
4