Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 4
sem er þessara bóka, að ég geng inn í safnið
staðráðinn í að skrifa ekki annað upp úr
bóknnum en þau kvæði sem byrja á blaðsíðu
tíu eða ellefu. Ég leyfi mér að fullyrða að
heiðarlegri vinnubrögð séu ekki tiltæk. ■— Og
hér eru dæmin:
Stefán Hörður Grímsson, Svartálfadans bls. 10:
Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu:
Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu
í líki svartrar pöddu
hvílir heit hjól sín
á meðan fólkið streymir í skóginn
og fyllir loftið blikkdósahlátri.
Að baki liggur vegurinn
langur hlykkjóttur ormur.
Vina mín með spékoppana
og málmbjöllurnar
einu sinni var
enginn vegur
hér hafa tærðir menn og bleikar konur
reikað torfærar móagötur
í skini og skugga
dökkar sjalrýjur á herðum
hendur luktar um kvistótt prik
Við sem erum hingað komin
til að laugast fossúða
við erum ekki hrein
og það er gamalt blóð okkar .. ..
þau eru skuggar okkar
þau eru skuggar okkar.
Þorgeir Sveinbjarnarson, Vísur Bergþóru bls. 11.
Blákvöld við Mývatn:
Hér hefur drottinn komið
í kvöld
með sitt spjald
og málað
hugsanir vatnsins
á fjallahringinn, hólana, sandinn
og himinsins tjald.
Hraunið var þunglynt og grátt,
en er nú með ljóma í augum.
Endurnar synda um lónin
og kvaka
blátt.
Og geislar landsins
faðma að sér ferðbúna sól
og færa þig, gleði míns hjarta,
í nýjan kjól.
Stefán Hörður Grímsson, höfundur fyrra
ljóðsins, hefur gefið út tvær bækur. Mér er
kunnugt um að hann hefur sótt um skálda-
styrk árum saman, árangurslaust. Með síðari
bók sinni skipar hann sér við hlið þeirra
skálda sem á undanförnum árum hafa gert
tilraunir með ný ljóðform í von um að geta
blásið lífsanda í íslenzkan nútímaskáldskap.
Það er á flestra vitorði að lífskraftur hefð-
bundins nýskáldskapar hefur þorrið mjög
síðan um stríðslok. Þau skáld sem nú eru af
miðjum aldri hafa þokast til hliðar án þess
að ný skáld sem mark væri á takandi hafi
tekið upp fána þeirra og skipað sér í fylk-
ingarbrjóst sem málsvarar hefðbundinnar
stefnu. Lífsvitund nútímaíslendings er senni-
lega annan veg háttað en þeirra sem ungir
voru fyrir tuttugu árum, og krefst því ann-
arra tjáningarforma. Eldri ljóðskáld hafa
jafnvel fundið þetta og haft hamskipti í von
um að geta haldið lífsþrótti sínum óskertum
í samræmi við eðli nýs tíma. Eitt er víst •—
þrátt fyrir heiftúðug andmæli ýmissa ,,bók-
menntamanna" er það óhrekjanleg staðreynd
að íslenzk ljóðlist síðastliðins áratugs ein-
kennist fyrst og fremst af nýjum formtil-
raunum og verður frásagnarverð í bók-
menntasögu af þeirri ástæðu einni. Málsvarar
hefðbundins stíls þrjózkast þó enn við að
lúta þeirri staðreynd og grípa hvert hálm-
stráið af öðru til að bjarga skoðunum sínum
á land — nú síðast bók Þorgeirs Sveinbjarn-
arsonar, Vísur Bergþóru, sem út kom á síð-
astliðnu hausti. Þorgeir Sveinbjarnarson hef-
ur það sem sé til síns ágætis að fara samn-
ingsleið milli gamals og nýs stíls. Hann stráir
rími, hálfrími og stuðlum um ljóð sín og á
2