Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 26
dæjum, eins og aðrar líftegundir hafa liðið undir lok ? Við segjumst neita að trúa því að jörðinni verði eytt, en það er hvorki röksemd né slysavöm, heldur þrjózka; möguleikinn einn, sá sem ég lýsti, Jónas, leiðir af sjálfum sér til nýs viðhorfs, veldur byltingu í hug þeirra sem alið hafa mesta trú á hamingju- kosti mannsins á jörðinni. Við höfum mörg bundizt ýmsum kenningakerfum; og víst geta þau, hvert um sig, haft við rök að styðjast um afmörkuð efni. En frammi fyrir hástóli vísindanna, sem þú lofaðir af svo miklum sanni á þínum tíma, fyllumst við öll efa og kvíða: Höfum við runnið skeiðið til enda? Fyrir skemmstu sá ég sögu í myndum af lærisveini galdrameistarans. Lærisveinninn var vinnupiltur meistarans: í upphafi sjáum við hann rogast með þungar vatnsfötur milli brunns og bæjar. En hann veitir athygli að- ferð húsbónda síns við seiðinn. Þegar meist- arinn tekur á sig náðir, fer vinnumaður til og galdrar sópinn. Er þar skemmst af að segja að sópurinn fer að bera vatnið, en vinnumað- ur hagræðir sér makindalega í hægindastóh — og sofnar. En sópurinn keppist við vatns- burðinn, áman fyllist, vatnið tekur að flæða um húsið. Að síðustu fer hægindastóllinn á flot, veltur, og vinnumaður vaknar á sundi með andfælum. Hann skilur hvað gerzt hef- ur, hleypur í veg fyrir sópinn, skipar honum að hætta vatnsburðinum. En sá sem settur hefur verið af stað með galdri, verður stöðv- aður með galdri einum. Sú kunnátta er vinnu- manni ekki léð: sópurinn heldur áfram að bera vatnið. Vinnumaður ræðst með öxi gegn sópnum og klýfur hann í ,,herðar“ niður; þá rís heill sópur af hverri flís, allir bera vatn í margfyllta ámuna — húsið er að verða fullt. Þá kemur meistarinn sjálfur á vettvang, bendir vatninu að hypja sig, en vinnumaður fær sjálfur að kjótla því eftirleiðis. Þannig eru vísindin og þekkingin að vaxa okkur yfir höfuð, Jónas. Og þótt við sjáum öll þann háska, sem yfir okkur vofir: vél- gengi hugans, eyðingu jarðar, þá fáum við ekki stöðvað okkur — né leitað nýrra færa. Það er sem við snúumst hraðar og hraðar í eilífum hring í sjóðandi nornakatli. En ef við stöðvum ekki hringekjuna af eigin rammleik, þá verður enginn til þess: þar skilur sögu okkar og söguna af lærisveini galdrameistar- ans, að við erum sjálf okkar eigin meistarar og lærisveinar. Lánast okkur að stöðva sóp- inn? Það eru svo mörg veður í manneskjunni: Þeim var eg verst er eg unni mest, sagði Guðrún. Við erum óvitar: blekkjumst af gullsliti eldsins og leikum með hann. Flest önum við áfram í blindni, og fáum engum bótum til vegar komið. En margir þeirra, sem skilja kjör mannsins, stöðvast í máttvana undrun yfir framferði hans; aðrir fyllast von- leysi og efasemdum að nokkru verði um þok- að. Og virðist þannig flest koma í einn stað niður. Þó er þriðji möguleikinn ónefndur: að sjá og skilja — og vona þó. Og trúa þó. Og stríða þó. Fyrir hverju? Fyrir frelsi manns- ins. Fyrir hamingju mannsins. Fyrir lífi mannsins. Jónas, ég hitti í morgun stúlku með húfu og rauðan skúf. Hún bað mig segja að þröst- urinn hefði komið kveðjunni til skila. 24

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.