Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 35
A FLJÓTSBAKKANUM ÚR „SJIJ SJING": Ungmeyjar safna blómum frammeð fljóti, fela sig bakvið runn með hlátri og glettum, kjólarnir varpa á vatnið litaskrauti, vindurinn teygar ilm úr lausum fléttum. Hvaða riddari hleypir hesti fráum svo hratt um veginn? — nemur staðar — hlustar! Ein mærin hefur misst öll blómin sín, á mjúkan barm hún þrýstir lófa smáum og bregður lit, en bambus-kjarrið þétta bakvið sig felur vangaroðann létta. A SKÓGI Á skógi er fallin fögur hind, falin í sefi háu. Mærin hún elskar vorsins vind og veiðimannsaugun gráu. Hjörtur liggur í lundi vænn, lagður með rýtings blaði. Lautin er mjúk og mosinn grænn, mærin er björt sem jaði. Varlega, elsku vinur! biddu, þú velkir kjólinn minn. Sjáðu — liann sér til okkar hann Sámur þinn! 33

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.