Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 20
BKRTHOLT BRECHT: TVEIR SYNIR 1 janúar 1945, um það er líða tók að lokum heimsstyrjaldarinnar, dreymdi bóndakonu í Thiiringen, að sonur hennar, sem var á víg- vellinum, hrópaði til hennar; og sem hún reikaði í svefnrofunum út á hlaðið hélt hún sig sjá son sinn vera að fá sér að drekka úr vatnspóstinum. Þegar hún ávarpaði hann varð henni ljóst, að þetta var einn hinna rússnesku stríðsfanga, sem voru í nauðung- arvinnu þar á bænum. Nokkrum dögum síðar bar fyrir hana und- arlegt atvik. Hún var að færa föngunum mat út í skógarrjóður í grenndinni, þar aem þeir voru að grafa upp viðarboli. En er hún var í þann veginn að leggja af stað heim, varð henni litið við og sá þá sama unga, veiklu- lega stríðsfangann horfa vonleysislega á blikkdolluna, sem honum var rétt, og þá fannst henni skyndilega, að hún sæi framan í son sinn. Næstu daga fannst henni andlit þessa unga manns hvað eftir annað taka á sig svip sonar hennar. En þá bar svo til, að hafi ekki leitað iðrunar þessa löngu nótt? Iðr- unar, svefns. En ég get ekki framar iðrazt, né sofið. (Þögn). Júpíter: Hvað hyggstu fyrir? Órestes: Fólkið í Argos er mitt fólk. Ég verð að opna augu þess. Júpíter: Vesalings fólkið. Þú ætlar að gefa því einmanaleikann, og skömmina; þú ætlar að rífa utan af því hulurnar, sem ég hafði sveipað um það, og þú ætlar að sýna því í einu vetfangi tilveru sína, klúra og dauflega til- stríðsfanginn veiktist og var látinn hýrast aðhlynningarlaus 1 hlöðunni. Bóndakonan fann hjá sér sterka og vaxandi löngun til að færa honum eitthvað styrkjandi, en bróðir hennar meinaði henni það. Hann hafði komið örkumla úr stríðinu og var harðleikinn við fangana, einkum nú, er halla tók undan fyrir Þjóðverjum og þorpsbúar voru farnir a.ð ótt- ast fangana. Sjálf gat bóndakonan ekki skellt skollaeyrmn við röksemdum hans. Hún áleit síður en svo réttlætanlegt að hjálpa þessum óæðri mönnum, sem hún hafði heyrt svo margt -hryllilegt um. Hún ól mikinn ugg í brjósti um örlög sonar síns, sem var á aust- urvígstöðvunum. Kvöld eitt, er hún var komin á fremsta hlunn með að hjálpa þessum umkomulausa fanga, kom hún að föngunum óvörum, þar sem þeir voru á leynifundi úti í kuldanum. Ungi maðurinn var þar viðstaddur. Hann skalf af kulda, og honum varð mjög bilt við að sjá gömlu konuna, eins og hann var á sig kominn. í sama bili tók andlit hans á sig svip sonar hennar; og hún stóð augliti til auglitis við son sinn, sem virtist mjög skelkaður. Enda þótt hún skýrði bróður sínum trútt og skil- merkilega frá leynimakki fanganna, var hún nú staðráðin í að víkja mat að unga fangan- um. Þetta reyndist henni mjög erfitt og á- hættusamt verk, eins og svo mörg góðverk, veru sína, sem því hefur fallið í skaut án til- gangs og fyrirheits. Órestes: Hversvegna ætti ég að neita því um örvæntinguna, sem er í mér, úr því að hún er einnig hlutskipti þess? Júpíter: Hvað heldurðu að það muni þá gera? Órestes: Það sem það vill: Fólkið er frjálst, og mannlífið byrjar handan við örvæntinguna. (Flugurnar, III. þáttur II. atriði). Jón Óskar íslenzkaði. 18

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.