Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 22
JÓN ÓSRAR: Borgarljós Syfjuðum augum horfi ég út um gluggann á borgarljósin titra fyrir neðan, ég get ekki vakað, depurð sækir mig heim, ó, borgarljós sem titra, þetta líf sem hrærist fyrir neðan mig, ég spyr: Ert það þú sem hreyfist, er það ég sem er kyrr? því depurð sækir mig heim, mér finnst ég velkjast á rekatimbri meðfram langri strönd, og ég sé kyrr, en ströndin líði hjá; því spyr ég: er það lífið sem fer hjá? er það ég sem er kyrr? og lífið svarar: Já. Nokkur orð um Bertolt Brecht Bertolt Brecht, höfundur frásögunnar, fæddist 10. fcbrúar 1898 í Augsburg í Suður-Þýzkalandi, sonur verksraiðju- stjóra f borginni. Hann gekk menntaveginn, lagði um hríð stund á læknisfræði; síðasta ár heimsstyrjaldarinnnar fyrri var hann aðsroðarmaður á herspítala. Síðan hefur hann löngum helgað sig skáldskap, fckkst einkum við ljóðagerð um sinn, en tók síðan að skrifa leikrit; og hafa þau borið hróður hans lengst og víðast. Kunnustu kvæðabækur hans munu vera Die Hauspostille og flokkurinn Die Erziehung der Hirze; en fjöldi kvæða er einnig í flestum leikritum hans. Ljóðasafnið Hundert Gedichte hefur stundum sézt f bókabúðum í Reykjavík. Brecht hefur einnig samið óperu- texta, og er Dreigroschenoper víðfræg. Fyrstu leikrit Brcchts, Baal og Trommeln in der Nacht, komu út árið 1922; en af sfðari leikritum skulu þcssi nefnd: Die Heilige Johanna der Schlachthöfe, Furcht und Elend des Dritten Reiches, Die Gewehre dcr Frau Carrar, Mutter Couragc und ihre Kinder, Der kaukasische Kreidekreis, Herr Puntila und sein Knecht Matti, Der neaue Schwejk. Þá hefur Bertolt Brecht skrifað mikið af ritgerðum, þar á meðal um leikstíl og leikhúsmál; en sjálfsagt á enginn leik- höfundur sem nú cr uppi persónulegri leikstíl en Brecht. Frumleikur hans er óumdeilanlegur. Og það er raunar skoðun undirritaðs að hann sé, ásamt Scan O’Casey, mesta leikskáld samtímans. Bertolt Brecht fór landflótta undan Hitler — og dvaldist síðan á Norðurlöndum, í Ameríku og Sovétríkjunum, unz hann hvarf heim að enduðu stríði. Hann starfrækir sitt eig- ið íeikhús í Austur-Berlfn, og heitir flokkur hans Berliner Ensemble. Kona lians er Helenc Weigel, mikil lcikkona er hefur borið vcrk manns síns fram til sigurs f ýmsum lönd- um. Þjóðleikhúsið ætti að sýna eitthvert hinna meiriháttar leikrita Brcchts, og fá til leikstjórnar einhvem samstarfs- mann hans er þekkir dramatískar hugmyndir meistarans til hlítar — það yrði mikill viðburður. — B. B. 20

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.