Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 13
uninn eftir er runnið af Súsílov, en hann er fylltur á nýjan leik, og nú verður ekki aftur snúið: rúbluna sem hann fékk hefur hann drukkið út og skömmu seinna fer einnig rauða skyrtan sömu leiðina. Vilji hann rifta sam- komulaginu, verður hann að koma með pen- ingana. En hvar á Súsílov að taka heila rúblu í reiðu fé? Og ef hann ekki borgar, neyðast samfangar hans til að borga, og þeirri reglu er stranglega fylgt. Hafi maður einu sinni lofað einhverju, verður hann að efna það — einnig þetta er ófrávíkjanleg regla. Að öðr- um kosti er fjandinn laus. Hinn seki verður laminn, eða einfaldlega drepinn, að minnsta kosti bíður hans ekkert gott. .... Og gerum svo ráð fyrir að fram fari nafnakall á næsta áningarstað. Þegar kallað er ,,Mikhailov!“, svarar Súsílov: ég!, „Súsí- lov!“ og Mikhailov hrópar: ég! — og svo er ferðinni haldið áfram. Enginn minnist á þetta framar. 1 Tobolsk eru fangarnir aðgreindir: ,,Mikhailov“ er sendur í útlegðina, en „Súsí- lov“ er fluttur undir strangri gæzlu á hina sérstöku deild. Eftir það eru öll mótmæli þýðingarlaus; og hvað væri eiginlega hægt að sanna? Og hvaða vitni hefði hann? Þau mundu öll saman neita, ef þau þá væru ein- hver til. Þannig atvikaðist það, að Súsílov lenti í hinni „sérstöku deild“ fyrir eina ein- ustu rúblu og rauða skyrtu. Fangarnir hlógu í rauninni ekki að Súsí- lov fyrir það að hann „skipti“ (þótt þeir sem tóku þunga refsingu fyrir létta væru almennt fyrirlitriir eims og allir heimskingjar sem lenda í vandræðum) en þeir hlógu að honum fyrir það, að hann skyldi ekki taka meira en rauða skyrtu og eina rúblu í peningum: einhverja lítilfjörlegustu borgun sem hægt var að hugsa sér. Venjulega höfðu menn nafnaskipti fyrir tiltölulega háar upphæðir, jafnvel svo skipti tugum rúblna. En Súsílov var svo lítill fyrir manni, svo atkvæðalaus og auvirðilegur í allra augum, að naumast var einu sinni hægt að hlæja að honum. Við Súsílov vorum lengi samtíða, og höfð- um verið það í nokkur ár. Smám saman varð hann mér sérstaklega handgenginn; það fór ekki framhjá mér, enda var ég orðinn hon- um mjög vanur. En einu sinni, — aldrei get ég fyrirgefið mér það, — hann hafði van- rækt að gera eitthvað sem ég bað hann um, en tekið þó við borgun, og ég var svo harð- brjósta að segja við hann: „Nú, Súsílov, þér getið tekið við peningum frá mér, en hugsið ekki um það sem ég bið yður að gera“. Súsí- lov þagði, flýtti sér að bæta úr vanrækslu sinni, en varð strax eitthvað niðurdreginn. Þannig liðu tveir dagar. Ég hugsaði: Naum- ast getur þetta sem ég sagði hafa fengið svona á hann. Mér var kunnugt um að fangi að nafni Anton Vasilév var stöðugt að kref ja hann um einhverja smávægilega skuld. Trú- lega vantaði hann peninga, en þorði ekki að biðja mig um þá. Á þriðja degi sagði ég við hann: „Súsílov, þú ert líkelgast að hugsa um að biðja mig um peninga handa Anton Vasi- lév? Hérna eru þeir“. Þegar þetta var, sat ég á rúmbálki mínum, og Súsílov stóð fyrir framan mig. Það virtist koma mjög flatt upp á hann, að ég skyldi bjóða honum peninga að fyrra bragði og muna eftir þeim erfið- leikum sem hann átti í, og þess heldur sem hann taldi sér trú um, að hann hefði undan- farið tekið við meiri peningum frá mér en rétt var og þorði ekki að vona, að ég mundi láta sig hafa meira. Hann leit á peningana og þar næst á mig, sneri sér svo skyndilega við og fór. Mig furðaði mjög á þessu hátta- lagi hans. Ég fór á eftir honum og fann hann á bakvið fangaskálana. Hann stóð úti við skíðgarðinn, studdi þar olnbogum og grúfði andlitið að viðnum. — „Súsílov, hvað gengur eiginlega að yður?“ spurði ég. Hann leit ekki á mig, og mér til mikillar undrunar sá ég að 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.