Birtingur - 01.06.1967, Side 40

Birtingur - 01.06.1967, Side 40
SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON: SERGEI M. EISENSTEIN Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Sergei M. Eisenstein kom fyrstur fram með kenninguna um mikilvægi myndskiptingar (montage) í kvikmyndagerð. Eisenstein raðaði saman á myndfletinum mörgum myndum og lagði meiri áherzlu á klippingarnar en títt var um expressionistana þýzku, sem aftur á móti lögðu megináherzlu á hreyfanleika kvik- myndavélarinnar. En einmitt um sama leyti og Eisenstein hóf formbyltingu sína í kvik- myndagerð, hafði expressionisminn lifað sitt fegursta. Nútíma kvikmyndahöfundar, eink- um þeir, er stóðu að „nýju frönsku bylgj- unni“, hafa hins vegar tileinkað sér fremur tækni expressionistanna en snögga myndröð- un Eisensteins. Þó fáir hafi orðið til þess að taka upp aðferð Eisensteins í kvikmyndagerð, eru kenningar hans samt mikils metnar af fjölmörgum kvikmyndamönnum. Sergei Eisenstein fæddist 1898, og rúmlega tvítugur gerðist hann leikmyndateiknari og leikstjóri við Alþýðuleikhúsið og Frjálsa leik- húsið. Setti hann þá m. a. á svið leikrit Ost- rovskis, Öllum getur yfirsézt, en við þessa leiksýningu hófst samvinna þeirra Grigori Alexandrov, en sá frómi maður heimsótti ís- land fyrir nálega tveim árum, og kvaðst hann ætla að fullgera Mexíkó-mynd Eisensteins, þrátt fyrir samvinnuslit þeirra um þær mund- ir, er sú mynd var gerð. 1924 gerði Eisenstein sína fyrstu kvikmynd - Verkfall. Átti hún að vera þáttur í flokki kvikmynda um sögu rússneskrar byltingar- hreyfingar. Var kvikmyndin verðlaunuð á l’Exposition des Arts í París árið eftir. Næst kom sú fræga kvikmynd, Beitiskipið Potemkin, sem er líklega gleggsta dæmið um hæfileika Eisensteins, varðandi kenningar hans um myndröðunina og allar samskeyt- ingar og sú kvikmynd, sem orðið hefur hon- um til mestrar frægðar og er af mörgum sér- fræðingum um kvikmyndalist talin bezta mynd, sem nokkurn tíma hefur á tjaldi sést, en hún hlaut einmitt þannig viðurkenningu á heimssýningunni í Brússel. Beitiskipið Potemkin er gerð í anda byltingarinnar miklu og krafti áróðursins og hafði á sínum tíma geysimikil og örvandi áhrif. En undir- tónninn er samt bræðralagsandinn. Meira hefur verið rætt og ritað um þessa kvikmynd en nokkra aðra; þó hefur enginn fjallað meira um hana en sjálfur höfundur hennar. Einn kafli myndarinnar, þátturinn á Odessa-þrep- unum, er án nokkurs efa frægasta atriðið í kvikmyndasögunni hingað til. Myndin hefur verið bönnuð og klippt, en enginn hefur ef- azt um verðleika hennar. Sagt er, að Carl Mayer, sem skrifaði handrit að mörgum þekktustu kvikmyndum expressioniska tíma- bilsins og var einhver mesti hvatamaður þeirr- 38 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.