Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 14
og hraktist til Spánar, þar sem hann gerði
nokkrar ómerkilegar myndir, sem enginn veit
lengur, hvar niður eru komnar. Aftur fór
Bunuel til Hollywood, þar sem hann dund-
aði við hitt og þetta, m.a. talaði hann enskan
texta inná spænskar myndir. Þá gerðist hann
starfsmaður við Museum of Modern Art í
New York, en var rekinn, þegar vitnaðist, að
hann væri sá óskapamaður, sem gerði Gull-
öldina.
1947 fluttist Luis Bunuel til Mexíkó og var
boðið að taka að sér stjórn á kvikmyndum.
Hann hafði í hyggju að gera mynd eftir leik-
riti García Lorca, Húsi Bernörðu Alba,
en ekkert varð úr þeirri ráðagerð og í staðinn
gerði hann myndina Gran Casino; dæmi-
gerða söngvamynd. Enn var Bunuel herptur
í fjötra kvikmyndaframleiðenda, og eftir að
hafa gert saklausa kómedíu, fékk hann loks-
ins að opinbera snilli sína að nýju. Það var
myndin Glötuð æska (Los Olvidados), sem
fjallar um vandamál uppvaxandi æsku í Mexí-
kó. Myndin þykir bera greinileg merki höf-
undarins og lýsir viðhorfum hans til mannlífs-
ins. Kvikmyndin hlaut gullverðlaun í Cannes
1951, en ýmsum Mexíkönum þótti hún óheið-
arleg landkynning og vildu reka Bunuel úr
landi.
Úr því varð þó ekki; Bunuel hélt áfram að
gera kvikmyndir undir peningastjórn bur-5
Úr kvikmyndinni „Los Olvidados" (Glötuð æska).
Francisko Rabal í hlutverki Nazarins.
Luis Bunuel að stjórna „Viridiönu".
12