Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 70

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 70
lega háðar hinni ad hoc uppbyggðu stjórn, er kemur eðlilega fram með sérhverju nýju vandamáli borgarinnar. Þessi ad hoc upp- bygging fer eftir því hver hefur áhuga á mál- inu, hver á þar hagsmuna að gæta, hver getur skipzt á hvaða greiða við hvern. Þessi seinni bygging, sem er óformleg, en vinn- ur innan ramma hinnar fyrri, er sú, sem raun- verulega stjórnar opinberum framkvæmdum. Hún breytist frá viku til viku, jafnvel frá klukkustund til klukkustundar, er eitt vanda- mál kemur í annars stað. Áhrifasvæði sér- hvers er ekki undir stjórn neins æðra; sér- hver manneskja er undir breytilegum áhrif- um, eftir því sem vandamálin breytast. Þó skipulagskortið í skrifstofu borgarstjórans sé tré, er hið raunverulega stjórnunar- og fram- kvæmdavald eins og hálf-net. Uppruni tré-hugsunarháttar Tré lýsir ekki réttu skipulagi náttúrlegra borga og ekki heldur skipulagi borga, er við þurfum á að halda, enda þótt það sé nýtilegt og fallegt sem tæki til að setja fram hugsanir, og enda þótt það bjóði uppá svona einfalda og greinilega leið til að skipta flóknum veruleika í einingar. Hvers vegna er það þá, að svona margir skipu- leggjendur hafa gert borgir sem tré, þegar náttúrlegt skipulag þeirra er alltaf hálf-net? Hafa þeir gert það af ásettu ráði, af því að þeir héldu að tré-skipulag mundi þjóna borg- urunum betur? Eða hafa þeir gert það vegna þess, að þeir gátu ekki að því gert; vegna þess, að þeir eru fastir í vana hugsananna, eða jafn- vel háðir því hvernig hugurinn starfar; vegna þess að þeir gátu ekki haft yfirsýn yfir hálf-net með neinni þægilegri hugsunaraðferð; vegna þess að hugurinn hafði svo geysimikla þörf fyrir að sjá tré, hvert sem hann leit og gat ekki losnað undan tréhugmyndinni. Ég mun reyna að sannfæra ykkur um, að það er af seinni ástæðunni, að borgir eru skipu- lagðar og byggðar sem tré — að það er vegna þess, að skipuleggjandinn, sem hlýtur ætíð að vera háður hæfni hugans og takmörkum hans til að mynda af sjálfsdáðum aðgengilegt skipulag, getur ekki náð yfir flókna hálf-netið í einni hugsun. Ég mun byrja á dæmi. Segjum að ég biðji ykkur að muna eftirfar- andi fjóra hluti: Appelsínu, melónu, fótbolta og tennisbolta. Hvernig munduð þið reyna að muna þá? Það er sama hvernig þið reynið, þið munuð alltaf leitast við að skipta þeim í flokka. Sumir munu taka báða ávextina sam- an, appelsínu og melónu, og íþróttaboltana saman, fótbolta og tennisbolta. Þeir sem taka fremur eftir stærðum, munu skipa þeim öðru- vísi niður og setja smærri hlutina saman, app- 68 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.