Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 67

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 67
ur, þar sem gangandi fólk fer yfir götuna er beinlínis hluti skólans. Enda þótt búðir, kaffi- hús og bankar séu á götuhæð húsanna, eru herbergi stúdenta á efri hæðunum. Á mörgum stöðum er efni húsanna sambundið efni gömlu skólabygginganna, svo að við þeim verður ekki hreyft hverju fyrir sig. Þar sem háskólinn og borgin skerast eru alltaf kerfi full af lífi: bjórstofuhangs, kaffidrykkja, kvikmyndir og rölt frá einum stað til annars. Á sumum stöðum eru heilar háskóladeildir i nánum tengslum við líf borgaranna (hjúkrun- ar- og læknisfræði-skólinn til dæmis). í Cam- bridge, náttúrlegri borg, þar sem háskólinn og borgin sjálf hafa vaxið saman með tímanum, skerast einingarnar vegna þess, að þær eru eftirstöðvar borgarkerfa og háskólakerfa er skerast, 15. mynd. Næst skulum við líta á ofurveldi í borgarkjörn- um, sem gerðir hafa verið í Braziliu, Chand- igarh, MARS skipulaginu fyrir London og hinn nýjasta Lincoln Center i Manhattan, þar sem margs konar listgreinar fyrir íbúa Stór- New York hafa verið settar saman og mynda þar einn kjarna. Er nauðsynlegt að hafa hljómleikasal við hlið- ina á óperuhúsi? Geta þau lifað hvort á öðru? Mun nokkurn tíma nokkur heimsækja þau bæði á sama kvöldi af einskærum ákafa eða jafnvel kaupa miða í öðru eftir að hafa lieim- sótt hitt? í Vín, London og París er hverri listgrein fundinn sérstakur staður. Sérhver þeirra hefur myndað vel Jiekkjanlegan borg- arhluta. í Manhattan sjálfri voru Carnegie Hall og Metrópólitan óperan ekki byggð hlið við hlið. Bæði höfðu sinn eigin stað og setja nú sinn blæ á hann. Áhrif beggja tengja borgarhluta, sem eru orðnir einstæðir vegna þeirra. Ein ástæðan til að þessi starfsemi hefur öll verið staðsett í Lincoln Center er hugmyndin um það að allar listir séu samtengdar. En þetta tré og hugmyndin um ofurveldi borgarkjarnanna (sem er fyrirrennari þess) varpa ekki Ijósi á sambandið milli listar og borgarlífs. Þau eru bæði sprottin upp úr þeirri áráttu, sem grunnhyggið fólk hefur: að setja hluti með sömu nöfn undir sama hatt. Alger aðskilnaður vinnu- og íbúðarhverfa, sem Tony Garnier byrjaði á í iðnaðarborg sinni og síðan var sett inn í Athenu-sam- Jjykktina 1929, er nú í öllum tilbúnum borg- um og viðurkenndur alls staðar, þar sem svæða- skiptum er haldið fast fram. Er þetta heilbrigð regla? Það er auðvelt að sjá hvernig slæmar aðstæður í byrjun aldarinnar komu skipu- leggjendum til þess að reyna að koma skítug- um verksmiðjum út úr íbúðarhverfum. En fyrir aðskilnaðinn verður einhæfni í kerfum, BIRTINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.