Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 34
Hann tekur sér hvíld frá andlegri áreynslu með því beinlínis að þjóta stöðugt land úr landi, úr einni höfuðborg í aðra, hlaðinn firnamörgum kistum, kyrnum og pinklum, sem hann skilur aldrei við sig. Því að Laxness segir: Ferðalög verða því full- komnari sem manni tekst að hlaða í kringum sig meiri farangri á brautarpöllum, hafnar- bökkum og tollskýlum . . . því að það eru að- eins hinir lötu, sem fljúga. Fróðleiksfúsir menn ferðast með lestum og skipum. Því mið- ur eru ekki lengur til lúnir póstvagnar ... Með tindrandi augum minnist hann þess, að hann var ekki lengra kominn en til Indlands á nýafstaðinni heimsreisu, þegar hann hafði safnað um sig hvorki meira né minna en þrjá- tíu og fimm mismunandi kössum og kyrnum. Þá fann hann fyrst, að hann var að ferðast. Hann birtist öllum að óvörum ýmist frá þessum heimshluta eða hinum og er farinn jafnskyndilega í þessa áttina eða hina: aust- ur, vestur, norður eða suður. Allar leiðir liggja til Finnlands. Finnland er í miðju hringsins, og allir vegir mætast þar. Þegar Halldór Laxness kemur hingað frá Sovétríkj- unum og áir í Helsinki líkt og stormfugl, segir ekkert járntjald vera til, og nú sé hann á leið til Ameríku til að hitta sína kæru vini þar, vegna þess að á milli bóka nenni hann ekki að skrifa bréf, þá trúum við hon- um: trúum því, að fólk geti hitzt af fúsum vilja og á eðlilegan hátt, en ekki hrópað hvert til annars af veikum mætti óskiljanleg orð yfir brynvarða múra og tjöld og heil höf. Bryndís Schram þýddi 12 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.