Birtingur - 01.12.1967, Síða 34

Birtingur - 01.12.1967, Síða 34
Hann tekur sér hvíld frá andlegri áreynslu með því beinlínis að þjóta stöðugt land úr landi, úr einni höfuðborg í aðra, hlaðinn firnamörgum kistum, kyrnum og pinklum, sem hann skilur aldrei við sig. Því að Laxness segir: Ferðalög verða því full- komnari sem manni tekst að hlaða í kringum sig meiri farangri á brautarpöllum, hafnar- bökkum og tollskýlum . . . því að það eru að- eins hinir lötu, sem fljúga. Fróðleiksfúsir menn ferðast með lestum og skipum. Því mið- ur eru ekki lengur til lúnir póstvagnar ... Með tindrandi augum minnist hann þess, að hann var ekki lengra kominn en til Indlands á nýafstaðinni heimsreisu, þegar hann hafði safnað um sig hvorki meira né minna en þrjá- tíu og fimm mismunandi kössum og kyrnum. Þá fann hann fyrst, að hann var að ferðast. Hann birtist öllum að óvörum ýmist frá þessum heimshluta eða hinum og er farinn jafnskyndilega í þessa áttina eða hina: aust- ur, vestur, norður eða suður. Allar leiðir liggja til Finnlands. Finnland er í miðju hringsins, og allir vegir mætast þar. Þegar Halldór Laxness kemur hingað frá Sovétríkj- unum og áir í Helsinki líkt og stormfugl, segir ekkert járntjald vera til, og nú sé hann á leið til Ameríku til að hitta sína kæru vini þar, vegna þess að á milli bóka nenni hann ekki að skrifa bréf, þá trúum við hon- um: trúum því, að fólk geti hitzt af fúsum vilja og á eðlilegan hátt, en ekki hrópað hvert til annars af veikum mætti óskiljanleg orð yfir brynvarða múra og tjöld og heil höf. Bryndís Schram þýddi 12 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.