Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 71

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 71
elsínu og tennisbolta, og stærri hlutina sam- an, melónu og fótbolta. Aðrir munu geta rað- að hlutunum á báða vegu. Iiver niðurröðunin fyrir sig er tré-skipulag. Báðar saman eru þær hálf-net, (17. mynd). Við skulum nú reyna að sjá þessar niðurrað- anir í liuga okkar. Ég veit að þið munuð finna, að þið getið ekki séð fyrir ykkur alla fjóra hópana í einu — vegna þess að þeir skerast. Þið getið séð fyrir ykkur annað parið af hóp- unum og síðan hitt, og þið getið skipt um hópa mjög hratt, svo hratt, að þið getið blekkt sjálf ykkur til að halda, að þið sjáið þá alla í einu. í raun og veru getið þið það ekki. Þið getið ekki komið hálf-nets skipulagi í skynjanlegu formi fyrir í einni hugsun. í einni hugsun getið þið aðeins gert ykkur tré skynjanlegt. Þetta er vandamálið, sem skipuleggjendur eiga við að etja. Þó við séum ekki endilega að glíma við það vandamál að skynja fyllilega í einni hugsun, er reglan samt hin sarna. Tréð er skiljanlegt í hugum okkar og auðvelt að eiga við. Hálf-netinu er erfitt að halda í huga sér og þess vegna erfitt viðfangs. Menn vita nú á tímum, að niðurröðun og skipting er einhver frumstæðasta andleg starf- semi. Nútímasálfræði ímyndar sér hugsanir sem starfsemi, er fellir sífellt nýtt ástand í hólf eða göt, sem fyrir eru í huganum. Rétt eins og við getum ekki sett meira en einn hlut í einu í gat, þannig hindrar starfsemi hugans, að við setjum andlega samsetningu í meir en einn hugsunarflokk í einu. Rannsóknir á upp- runa þessarar starfsemi benda í þá átt, að hún stafi upphaflega frá þörf líffæranna til að minnka flækju umhverfisins með því að draga línur milli hinna mismunandi atriða, sem fyr- ir koma. Það er af þessum ástæðum, þ.e. vegna þess að fyrsta starfsemi hugans er að minnka tvíræði og víxláhrif í ruglingslegu umhverfi og hefur því ekkert umburðarlyndi gagnvart tvíræði, að haldið er áfram að líta á borgir eins og tré, þótt skipulag þeirra þarfnist alls konar víxl- tengsla. Sami strangleiki kemur jafnvel í veg fyrir skynjun á munsturmyndum. í tilraun er Hugg- ins og ég gerðum við Harvard, sýndum við fólki munstur, er höfðu innbyrðis einingar, sem skárust, og komumst að raun um, að fólk fann næstum alltaf leið til að gera munstr- ið að tré, — jafnvel þegar liálf-netsgerð munst- ursins hefði átt að hjálpa því til að framkvæma tilraunina. Áhrifamikil sönnun þess, að fólk virðist jafn- vel skynja munsturmyndir sem tré, felst í til- raun þeirri er Sir Fredrick Bartlett gerði. Hann sýndi fólki munstur í fjórðung úr sek- úndu og bað það síðan að teikna það, sem það hefði séð. Margir, sem gátu ekki náð allri BIRTINGUR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.