Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 63

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 63
lagið samsvara t. d. raunverulegu félagslífi. Skipulagsteikningar þeirra og starfsemi benda á ofurveldi æ sterkari lokaðra félagseininga, frá borgarheildinni niður í fjölskylduna, sem verða til fyrir misjafnlega sterk samfélags- tengsl. Þó er þetta algerlega út í bláinn. Ef við biðjum mann í gamaldags þjóðfélagi að nefna beztu vini sína og spyrjum þessa vini síðan um beztu vini þeirra, þá nefna þeir allir hverjir aðra og mynda þannig lokaðan hóp. Þorp eru mynduð af nokkrum þess konar lokuðum hópum. En nú á tímum er þjóðfélagsbyggingin allt önnur. Ef við biðjum mann að nefna vini sína og biðjum þá menn síðan að nefna þeirra vini, þá nefna þeir allir mismunandi fólk, sem fyrsti maðurinn þekkir að öllum líkindum ekki. Það fólk nefnir svo enn aðra menn o.s. frv., út á við. Það eru næsum engir lokaðir hópar í nútímaþjóðfélagi. Raunveruleg nú- tíma þjóðfélagsbygging er full af einingum, sem skerast: Kerfi kunningja og vina mynda hálf-net, ekki tré. 10. mynd. í náttúrlegu borginni er jafnvel húsið í langri götu (ekki í einhverri lítilli þyrpingu) ótvíræð staðfesting á því, að vinir þínir búa ekki í næsta húsi, heldur langt í burtu, og aðeins hægt að komast til þeirra í strætisvagni eða bif- reið. í þessu tilliti hefur Manhattan fleiri snertilínur en Greenbelt. Og þó að segja megi, að í Greenbelt komist fólk líka til vina sinna á fáeinum mínútum í bifreið, hlýtur maður að spyrja: Ur því að lögð hefur verið áherzla á sérstaka hópa í skipulaginu, livers vegna eru það þá þeir hópar, sem eru hver öðrum félags- lega óviðkomandi? Annað atriði þjóðfélagslegrar byggingar borg- ar, sem tré getur aldrei endurspeglað vel, kemur skýrt fram í endurskipulagi Ruth Glass á Middlesborough, borg með 200.000 íbúa. Hún leggur til að borginni sé skipt í 29 hverfi. Eftir að hafa valið sér þessi 29 hverfi, með því að athuga hvar mestur mismunur er á húsagerð, launum og atvinnugreinum, spyr hún: „Ef við athugum nokkur þeirra félags- legu kerfa, sem eru fyrir hendi hjá fólki í slíku hverfi, votta þá einingarnar, sem hin ýmsu félagslegu kerfi ákvarða, allar um sama íbúðarhverfið?“ Svar hennar við þeirri spurn- ingu er neitandi. Sérhvert þeirra kerfa er hún rannsakar er miðpúnkts-kerfi. Það er myndað af einhvers konar miðpunkti ásamt fólkinu, er notar þenn- an miðpunkt. Hún tekur sérstaklega til athug unar barnaskóla, gagnfræðaskóla, unglinga- klúbba, klúbba fullorðna fólksins, pósthús, grænmetissala og sælgætissala. Sérhver þessara miðpunkta dregur fólkið frá ákveðnu svæði eða svæðis-einingu. Svæðiseiningarnar eru eft- irstöðvar þjóðfélagskerfisins í heild, og því BIRTINGUR 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.