Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 49

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 49
JÓN ÓSKAR: AÐ VERA SJÓFUGL Á ÍSLANDI í bók þeirri sem nefnist íslendingaspjall, og mun hafa átt að vera innskot í nýja útgáfu af Skáldatíma handa Svíum, leitast Nóbels- höfundur okkar við að svara spurningunni: Hvernig er að vera rithöfundur á íslandi. Af lestri þessarar bókar fáum við þá vitneskju, að hvergi muni öllu betra að vera rithöfundur en á fslandi. Ber margt til þess. Eitt er það, að í útlöndum iðka rithöfundar stundum Jrað sport að hungra, gerast „hungurmeistarar", en á íslandi hafa skáld eiginlega aldrei haft tækifæri til svengdar, Jrví hér við land hefur frá Jrví sögur hófust verið meira af fiski í sjónum en landsbúar hafa getað torgað. Þó segir höfundur, að hungur hafi orðið land- lægt hér „undir einokunarverzlun danakon- unga“, og komust skáldin þá ekki hjá því að svelta ásamt öðrum landsmönnum. Höfundur lætur þess ekki getið, hvort sjórinn hafi tæmzt af fiski, eða hvort þetta er sönnun þess að hægt sé að hungra, þótt nóg sé af fiski í sjó. Hins- vegar segir höfundur, að „ef sum skáld voru snauð á 18. og nítjándu öld, þá var það ekki af því að þeir væru skáld, enda fæstir snauð- ir menn skáld“? Þarna eru stórfróðlegar upp- lýsingar á ferðinni, en brestur að fá að vita hvernig Halldór Laxness hefur komizt að þess- um sannindum. Kannski í gegnum miðla? Hann hefur einnig komizt að þeirri niður- stöðu að skáld á íslandi hafi alla tíð notið mikillar virðingar, jafnvel „skáldmæltir kot- karlar blásnauðir einsog Bólu-Hjálmar“. Þetta þætti áreiðanlega góð rúsína í Akrahreppi, þar sem mér er sagt að íbúarnir hafi enn ekki fyrirgefið Bólu-Hjálmari, að hann skyldi vera snillingur. Annað mál er það hversu digur- barkalega menn mundu iðka þá gamansemi að hafa af Hjálmari skáldnafn, ef kjörin hefðu ekki beygt hann svo að skáldgáfa hans varð að lúta í lægra haldi. En það er margt glensið. Maður Jrakkar fyrir meðan höfundur íslend- ingaspjalls gerir ekki þá uppgötvun, sem gæti verið góð fyndni í bók, að Bólu-Hjálmar hafi verið maurapúki og ekki liðið skort nema af þeim sökum einum að hann tímdi ekki að sjá af spesíum sínum fyrir mat. Gætum við þá séð í anda Bólu-Hjálmar, þar sem hann situr með kistil á hnjánum og telur silfrið, til dæm- is í Beitarhúsunum á Víðimýri, og þá væntan- lega um leið að yrkja eitthvað ámóta og þetta: „Er það gleði . . .“ Höfundur íslendingaspjalls gengur ekki svo langt, hann hróflar ekki við Jreirri sagnfræði, að sá hafi verið blásnauður sem orti: „. . . langar í brauðið þarna Jró, það er af sultarvana". eða „ekkert til að éta urn jólin, ég hef nú í þetta sinn“. Það mætti jafn- vel ætla að sá maður hafi einhvern tíma fundið til svengdar eða að minnsta kosti haft mat af mjög skornum skammti, en auðvitað ekki vegna Jress að hann var skáld (hver hefur líka BIRTINCUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.