Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 69

Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 69
sem til viðurværis síns þarfnast hluta af báð- um. Jane Jocobs lýsir vaxandi húsagarðs-iðnaði í Brooklyn. Maður, sem vill byrja á lítils hátt- ar iðnaði, þarf til þess pláss, sem hann að öll- um líkindum hefur í eigin húsagarði. Hann þarf líka að ná sambandi við stærri fyrirtæki og viðskiptavini þeirra. Af því leiðir, að kerfi húsagarðs-iðnaðar þarf bæði að vera í íbúða- hverfi og iðnaðarhverfi: þessi hverfi þurfa að skerast. Það gera þau í Brooklyn (16. mynd). í borg, sem er tré, geta þau það ekki. Að lokum skulum við athuga skiptingu borg- arinnar f einangruð borgarfélög. Eins og við höfum séð er skipulag Abercrombies fyrir London tré-skipulag. Einingar hinna einstöku borgarfélaga starfa þó ekki í samræmi við veruleikann. í London, eins og í öllum stór- borgum, tekst næstum engum að finna vinnu við sitt hæfi nálægt heimili sínu. Fólk í einu borgarfélagi vinnur í verksmiðju í öðru borg- arfélagi. Það eru þess vegna hundruð þúsunda af starfs- manns- vinnustaðs-kerfum, er öll innihalda manneskju og verksmiðjuna, sem hún vinnur í, og fara út fyrir takmörk þau, er tré Aber- crombies setur. Tilvera þessara eininga og tengsl þeirra gefa til kynna, að lífkerfi Lund- únaborgar myndi hálf-net. Þau hafa aðeins orðið að trjám í huga skipuleggjandans. Það hefur afdrifaríkar afleiðingar, að okkur hefur ekki enn tekizt að gefa þessu neinn veruleikasvip. Ef starfsmaður og vinnustaður hans tilheyra mismunandi borgarfélögum, sem hvort hefur sína stjórn, fær borgarfélagið, þar sem vinnustaður hans er, miklar skatta- tekjur frá honum, en hefur tiltölulega lítil útgjöld. Borgarfélagið, þar sem starfsmaðurinn býr, fær hins vegar ekki nema litlar skatta- tekjur, ef um íbúðahverfi er að ræða, en hefur samt mikil útgjöld, sem fara í skóla, sjúkra- hús o.s.frv. Til að leiðrétta þessa ósanngirni, þarf vissulega að setja starfsmanns-vinnustaðs- kerfið saman í raunhæfar einingar, sem síðan er hægt að skattleggja. Það mætti halda því fram, að enda þótt sjálf- stæð borgarfélög í stórborg hafi ekki mikil- vægri starfsemi að gegna fyrir íbúa sína, séu þau samt heppilegustu stjórnunareiningar, og ætti þess vegna að láta þau vera áfram í tré- skipulagi sínu. En jafnvel þetta er tortryggilegt f flóknu stjórnmálakerfi nútímaborgar. í nýrri bók er nefnist Stjórnmálaáhrif, gefur Edward Banfield nákvæma lýsingu á stjórnun- aráhrifum, sem leitt hafa til sérstakra ákvarð- ana í Chicago. Hann sýnir eftirfarandi: Enda þótt bygging stjórnunar- og framkvæmdavalds hafi formlegt skipulag, sem er tré, þá eru hinar formlegu keðjur áhrifa og áhrifavalds alger- BIRTINGUR 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.