Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 4
THOR VILHJÁLMSSON: KOLAKOWSKI
HeimsblöÖin hömpuðu nýju nafni þegar þau
sögðu frá því í haust að heimspekiprófessor-
inn Leszek Kolakowski hefði verið rekinn úr
kommúnistaflokki Póllands fyrir skoðanir
sem hann lét uppi í fyrirlestrum sem hann
flutti við háskólann í Varsjá þar sem hann
véfengdi það að flokkurinn þyrfti endilega
að hafa rétt fyrir sér a priori, gagnrýndi kenn-
ingar um óskeikulleika flokksforystunnar, ein-
földun og afskræmingu marxískrar söguskoð-
unar í áróðurs- og blekkingaskyni og stund-
um til sjálfblekkingar.
Hver er þessi Kolakowski? Hann er innan við
fertugt og einn skarpasti endurskoðunarsinni
meðal pólskra menntamanna. Hann er marx-
isti sem getur ekki sætt sig við að kenning-
arnar steinrenni og verði að fjötrandi kredd-
um í stað þess að vera það frelsandi afl sem til
stóð. Hann er víðmenntaður maður sem getur
vitnað jöfnum höndum í heimspeki bókmennt-
ir og söguna þegar hann fjallar um þjóðfélags-
mál, skrifar ljóst og fjörlega um efni sem hafa
oft verið kærkomið leiksvið fyrir hina drep-
leiðinlegustu drundhjassa. Sumir halda nefni-
lega að það sé ekki hægt að vera annað en
leiðinlegur þegar um sum efni er fjallað en
það er afleit kenning. Hvaða efni skyldu það
vera? Ja það eru þjóðfélagsmál bindindismál
uppeldismál híbýlaprýði sjávarútvegurinn og
þessi andskotans rekstursgrundvöllur sem er
farg á heilanum á sumum mönnum í staðinn
fyrir að vera undir fótunum á þeim hjólun-
um eða kjölnum, flest þjóðþrifamál og hnign-
un góðra siða og yfirleitt þau málefni sem eru
tekin gild sem efni í leiðara dagblaðanna, æ
þessi seigdrepandi hátíðleiki, þið vitið hvað
ég meina.
Þegar sumir menn fara að skrifa um marx-
isma hvort sem þeir eru með honum eða móti
renna upp úr þeim marklausar glósur og vél-
ræn orðasambönd svo að þeir geta svæft heil
þjóðlönd með romsum sínum. í nafni marx-
ískrar fræðimennsku höfum við heyrt langar
þulur þar sem hver mennskur lífsglampi
slokknar og við sitjum í svartamyrkri dauðra
kennisetninga og finnum bara grjótharðan
legsteininn yfir Karli Marx undir bossanum
og hugsum: hvort þessi steinn sé til að fergja
Karl niður í gröf sinni svo hann trufli ekki
þuluna með því að minna á að kenningin átti
að efla hugsunina og gera liana að sívirku
baráttutæki í þágu mannlegs lífs, að díalektísk
efnishyggja og marxísk söguskoðun eru rann-
sóknar- og vísindatæki til að prófa og efla
liugsjónina en ekki trúarlegt viðurværi í kyrr-
sætinu eða einskonar friðþægingarátómat þar
sem andinn gleymist og skriffinnskan hleður
himinháa múra svo að eðlilegar leiðir týnast
og maðurinn er staddur andspænis ópersónu-
legu valdi í áttalausu völundarhúsi.
2
BIRTINGUR