Birtingur - 01.12.1967, Blaðsíða 43
KURT ZIER: „HVERSU ÓHEPPILEGT ÞAÐ ER AÐ HAFA
ENGAN MÁLARA“
Hugleiðingar um Þórarin Þorláksson
i tilefni af 100 ára afmælissýningu hans
i Listasafni íslands
Það var Jón Þórarinsson, þingmaður Kjósar-
og Gullbringusýslu, er mælti þessi orð á Al-
þingi sumarið 1895, við umræður um fjár-
veitingu til Þórarins Þorlákssonar til listnáms
erlendis. Þær eru góð, jafnvel átakanleg heim-
ild um það hversu ástatt var um list, hver
þjóðfélagsleg forsenda henni var búin á þeim
dögum, er Þórarinn Þorláksson ákvað að
helga sig algerlega myndlist. I ofangreindum
alþingisumræðum var að sjálfsögðu varað við
að „kasta peningum til ónýtis“. Öllu meira
einkennandi og athyglisverðari finnst mér þó
ummæli Jóns Þórarinssonar: „íslenzkir foss-
ar, fjöll og sveitir eru alltaf við höndina."
Sannarlega! Hví hefðu þessi orð ekki getað
verið mælt löngu fyrr? Sennilega vegna þess,
að í þeim kemur fyrst fram sú mikilvæga
breyting á afstöðu manna til náttúrunnar,
sem gerzt hafði á 19. öld og er forsenda og
frumskilyrði fyrir þróun myndlistar á íslandi.
Þessi breyting sem hér er lýst með svo hvers-
dagslegum og berum orðum, hafði verið und-
irbúin í verkum íslenzkra Ijóðskálda allt frá
dögum Jónasar Hallgrímssonar og er fólgin í
því, að maðurinn hafði öðlazt nýtt viðhorf
til náttúrunnar, viðhorf sem gerði honum
kleift að horfa á hana óliáður og óhræddur,
virða hana fyrir sér með gleðitilfinningu, dást
að henni, gæða hana tign og fegurð. Með öðr-
um orðum: Þola mynd af „landsins forna
tjanda" jafnvel á stofuveggjum. Þannig var
jarðvegurinn undirbúinn fyrir íslenzka lands-
lagslist og myndlist yfir höfuð.
Hvernig sem þvi er varið, Þórarinn Þorláks-
son er sendur út til Kóngsins Kaupmanna-
hafnar þrítugur maður, til að nema þar mál-
aralist sem hverja aðra iðn. Vandast nú málið
bæði fyrir Þórarni og íslenzkri myndlist, því
hvað hefði getað gerzt ef Þórarinn og vel-
gjörðarmenn hans hefðu ekki verið haldnir
þeirri óskeikulu trú, að til væri staður, hinn
eini rétti, þar sem hægt væri að læra hina
einu réttu myndlist, það er að segja Akadem-
ían í Kaupmannahöfn? Eg vil ekki láta hjá
líða að benda á þetta, því að um 1900 hefði
vel verið hægt að nema annars staðar og þá
aðra list. Meðal annars stóð franski impress-
ionisminn þá í fullum blóma. Reyndar var
baráttan milli þess gamla og nýja, milli tveggja
gerólíkra og andstæðra stefna, hafin er Þ. Þ.
kom til Kaupmannahafnar.
I Akademíunni sátu þá að völdum hinir
viðurkenndu borgaralegu málarar þess tíma.
Listfræðsla og smekkur þeirra byggðust á hálf-
rómantískri, hálfklassiskri hefð, sem hafði ein-
mitt um þær mundir náð lágmarki. Aðalein-
kenni hennar var innantóm kenning urn
BIRTINGUR
v,r Laugardal 1924 olía 47x104 - hluti úr ínynd
41