Birtingur - 01.06.1968, Page 36

Birtingur - 01.06.1968, Page 36
kosti og þægindi. Gatna- og leiðslugerð minnkar, bílastæðum og bílferðum fækkar miðað við íbúafjölda. Bíllinn verður aftur lúxus en ekki brýn þörf innan borga. Borgir byggðar á þessu hugmyndakerfi verða því jafnólíkar gömlu borginni og nýju úthverf- unum. Fiestir skipuleggjendur sem aðhyllast þessa stefnu munu þó vona að þannig takist að sameina í sama hverfinu, eins og beztu gömlu borgirnar gerðu, aristokratiska kyrrð og örvandi sýningu á mannskepnunni og verk- um hennar. Aðaskipulag Reykjavikur er í öll- um meginatriðum gert í samræmi við Aþenu- sáttmálann frá 1933 án breytinga, sem máli skipta. Það er því áhugavert að athuga það og bera saman við síðari kenningar. Nokkur atriði verða þá Jregar augljós: I gamla miðbænum, Jrað er í kvosinni og við Lauga- veg inn að Snorrabraut, þyrfti að sjá fyrir 7800 bílastæðum þegar hann er fullbyggður. Aðalskipulagið segir að í mesta lagi verði unnt að sjá fyrir 3400 stæðum á svæðinu, og eru þá bílageymsluhús meðtalin. 4400 stæði vantar. Starfsfólk í miðbæ á að þurfa 4000 stæði, viðskiptavinirnir, jr. e. við öll, fáum jrá -i- 600 stæði. Aðalskipulagið bendir á að draga má úr bíla- stæðaþörf „með því að koma á (sic) strætis- vagnana auknum flutningi starfsfólks“, með Jsægilegri strætisvagnaferðum. En ekkert. af þeim fjórum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið eftir 1963 hafa minnstu möguleika á að þar verði nokkurn tíma slíkar ferðir, og eitt þeirra, Fossvogur, kemur beinlínis í veg fyrir þær. Þótt allt starfsfólk kæmi í gamla miðbæinn með strætisvögnum, sem er óraun- hæft, vantar þar enn stæði. Hvað þýðir þetta? Einfaldlega Jrað, að eftir að búið er að gera rándýrt veganet til að komast að og um miðbæinn, kaupa dýrustu lóðir bæj- arins, rífa sum merkilegustu hús lrans, og ger- breyta hinum smágerða ,,skala“ hans, geta bíl- arnir ekki stanzað, og fyrirhöfnin er til lít- ils. Einnig má geta Jress, að væri bílastæða- þörf fyrir miðbæjarfúnktion fullnægt mætti koma 4000 íbúðum fyrir á svæðinu, án þess að bæta við einu bílastæði, og til gamans má geta þess að nauðsynleg bílastæði samkvæmt for- sögn hinna erlendu sérfræðinga Jrekja tvisvar sinnum stærra svæði en kvosin. Lítum næst á nýja miðbæinn: svæðið sem hon- um er ætlað er ca. 40 HA í fyrsta áfanga og þar munu rísa 200.000 til 300,000 m2 skrif- stofu- og verzlunarhúsnæðis. Það Jrýðir að bíla- stæði munu taka þar 20—30 HA eða 50—75% svæðisins, sem aftur þýðir að Jj.au verða neðan- jarðar eða í bílageymsluhúsum að mestu. Þá verður truflun af bílaumferð úr sögunni, og byggja mætti á svæðinu íbúðir fyrir 12000— 20000 íbúa ásamt öðru húsnæði og án þess 34 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.