Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 3
Husfreyjxui 3. mublas’ Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands d%embcr’l9Sl v Jakob KristinssoJi: Gleðileg jól! ÞaS getur komið fyrir — og einna helzt um jólin — aS oss verSi skyndi- lega Ijóst, hve raunalega grunnstœS trú vor er og mjög af orSurn gerS. ÓsamrœmiS blasir fm viS — ósamrœmiS milli þess, hve mikiS er t a l- a S um kenningu Krists og hve lítiS virSist reynt aS li f a dagsdaglega samkvæmt lienni. Og hvorki hátíSabrigSin né krœsingarnar, né allur fallegi orSaflaumurinn fœr þá duliS, hve boS og kenning meistarans eru lítilsvirt í hinu tillitssnauSa, nautnasjúka og lausbeizlaSa lífi voru. Ef þessi dýpri skyggni og nœmari tilfinning hlotnast oss, þótt aSeins sé stutta stund, bregzt þaS varla, aS í brjósti voru rís ttpp Ijúfsár þrá til þess aS reynast eftirleiSis meira en sýndar fylgjendur meistarans, þrá til þess aS verSa hjartahlýir drengskaparmcnn, sterkir, göfugir nemendur hans. Og þegar þetta ber viS, v i t u m v é r, aS þessi þrá og sífelld viSleitni hennar, varSar einstakling, alþjóS, mannkynsheildina meira en allt annaS. f skóla lífsins eru gefnar daglegar einkunnir, sem breytni vor ritar ósjálfrátt á vettvang hvers líSandi dags. Hverjar þcssar einkunnir eru sjá- um vér sjaldan glöggt samdœgurs, en oft höfum vér hugboS um Jxer og stundum hvíslar samvizkan þeim skýrt aS oss í dagslokin. ÞaS er mikilvœgt aS göfugasta þráin í brjóstum vorum renni- ekki út í sandinn. Og þaS er mikilvœgt aS skerpa skyggnina og gera upp viS sjálf- an sig á hverju kvöldi: Hvernig hef ég variS þessum degi? Hef ég bœtt einhverju í þungann á ógœfuhliSinni? ESa hefur mér auSnast aS leggja litla lóSiS mitt hamingjumegin? GuS gefi aS sérhverjum af oss auSnist þaS.

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.