Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 6
þar sem hann gæti dvalið einn með Guði sínum. Fiskimennimir vömðu liann við, að ráðast ekki í slíka fásinnu. Þarna væri fullt af snákum og alls kyns ófagnaðar kvikindnm. En ungi maðurinn lét ekki hugfallast. Hann fór á fund biskupsins í Frejus, sem lýsti velþóknun sinni yfir áformi hans. Sagan segir, að fyrir trú Honorats hafi Guð eytt þar öllum skað- ræðis kvikindum og látið lind upp spretta, sem enn í dag veitir klaustur- bræðmnum heilnæmt drykkjarvatn. Að Honorat látnum, var liann tekinn í dýrlingatölu. Innan skamms komu fleiri menn sama sinnis, og þeir lögðu síðan gmndvöll að einu elzta og merkasta klaustri í Gallíu, sem öldum saman var þungamiðja vest- rænnar klausturmenningar. Saga klaust- ursins er mikil og merk. Fornir múrar og byggingar standa þar enn, og stöð- ugt var bætt við húsin eftir þörfum. Um síðustu aldamót var lokið við skraut- leg súlnagöng, 50 fagrar súlur, sem um- lykja hið veglega og volduga bókasafn, sem liefur að gevma ómetanleg verðmæti í gömlum hókum og handritum. Munkamir lifa einföldu lífi, samkvæmt ströngum reglum. Þeir teljast til Bene- diktínareglunnar, en hér á eyju liins heil- agaa Honorats era klausturreglurnar ekki Súlnagöngin Jyrir framan bókasafn klaustursins. 6 HÚSFREYJAN eins strangar og ella hjá reglu þeirri, t. d. hafa munkarnir leyfi tál að talast við, 15 mínútur á hverjum sunnudegi og á öllum stórhátíðum. Ferðamenn geta fengið viðtal við príórinn og þjónustu- bræðurnir, sem flytja afurðir klausturs- ins, svo sem fisk, grænmeti og, líkjör til meginlandsins, tala að sjálfsögðu eins og starf þeirra krefur, en þeir vilja tala sem minnst. Munkarnir óska ekki að taka til máls að óþörfu. Líf þeirra er fólgið í trúariðkunum og starfi. T. d. vinna þjónustubræðumir að garðyrkju. Þeir rækta grænmeti, ólívur og lækninga- jurtir, og svo bragga þeir hinn fræga Lérinarlíkjör, sem er þekktur um allt Frakkland. V Lærðu munkarnir dvelja liver í sínum klefa og iðka fræði, vísindalegs og bók- menntalegs eðlis. Ennþá fást þeir við að taka afrit af fomum bandritum með liandmáluðu flúri, síðan em þau bundin inn eins og við á samkvæmt aldri þeirra og innihaldi og send til annarra klaustra og bókasafna um víða veröld. Báturinn lagðist við litla trébryggju og við stigum á land á eyju hins heilaga Honorats. Það var kominn matmálstími- Við héldum því í humátt á eftir öðrum farþegum, að matsölustað, sem virtist vera sá eini sem um er að ræða. Var þar látlaust og þokkalegt. Allir borðuðu úti í garðinum. Nær veitingahúsinu voru smáborð og stólar fyrir þá, sem keyptu lieila máltíð, en garðinum var skipt J tvennt, og hinum megin við smágrindur voru langborð og bekkir fyrir þá, sem liöfðu nesti meðferðis. Er þetta vinsamleg og vel látin tilbögun, sem við sums staðar veittum eftirtekt á þessum ferðalögum út um landsbyggðina. Þama vom kátar fjölskyldur með krakkahóp og héppana sína. Þjónninn kemur með borðbúnað og

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.