Húsfreyjan - 01.12.1951, Side 4

Húsfreyjan - 01.12.1951, Side 4
GuSrún Sveinsdóttir: PARADÍS Á JÖR Ð Þegar andstreymi og mæða steðjar að, og litið er á hina fögru veröld sem synd- um spilltan táradal, þrá menn hvíld og frið og dreymir um sæluvist — Paradís, handan við gröf og dauða. Frá því að sögur hófust, samhliða allri menningu fer draumur mannanna um sæluvist annars heims. Óskir þeirra og hugmyndir um sælu eru á ýmsa vegu, í samræmi við ríkjandi hugsunarhátt og menningu hvers tíma. En allur fjöldinn teygar af lífsins nautnabrunni á meðan hann má, og lætur hverjum degi nægja sína þjáning á meðan þeirra eigin þján- ingar eru aðeins lítilfjörlegar títuprjóns- stungur, sem ekki ná að hrófla við vit- und þeirra, svo að þeir skilji, að við erum öll ábyrg á þjáningum allrar ver- aldar. Athafnir okkar eru dropar í þeim stórsjó þjáninga, sem nú flæðir yfir heim- inn. Það er á okkar valdi hvort dropamir era þess eðlis að lægja ólgu þjáninganna, verka gegn eitri haturs og úlfúðar, hreinsa grugg óheilinda og róta upp stöðupoll- um sinnuleysisins, — eða hvort þeir aðeins auka á ógnir hafsins. Afstaða kæraleysisins er ef til vill að þokast fyrir skilningi í þessa átt, því að víða um veröld eru skáld og aðrir merkis- berar menningar meðal þjóða að túlka hugsun þá, sem felst í hinu djúpvitra kvæði Tómasar Guðmundssonar „Heim- sókn“. Þar segir hann t. d.: „Því meSan til er böl, sem bætt þú gazt, og barizt var á meðan hjá J)ú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna“. Á síðari tímum, þegar farið var að tala um „vélamenningu“ og stunda al- 4 HÚSFREYJAN þýðufræðslu, eygðu menn framundan bætt kjör og betri tíma fyrir hið hrjáða og stritandi mannkyn. Menn urðu gagnteknir af þeirri tilliugsun, og svo ákafir og ólm- ir, að þeir vildu fá sína Paradís strax. Nú þekktist nóg af vélum til þess að losa menn við stritið og framleiða alls- nægtir handa öllum. En menningin og vélarnar stóðust ekki á. Menningin var ekki komin á það stig, að hugsað væri um að vélaraar og starf þeirra væri ein- göngu helgað velferð mannkynsins. Þó að segja megi, að umhyggja fyrir hag almenn- ings hafi þokast í rétta átt, hefur verið við óblítt ofurefli að etja. Um þúsundir ára hefur vald vana og auðs talið sig hafa réttinn til þess að ráða yfir fjöldanum og skammta honum úr hnefa, en skipta sér svo ekkert af því ef menn eiga örðugt uppdráttar og lráa við neyð. Um heim allan era menn farair að draga í efa, að nokkur raunveralegur sig- ur 8é nokkum tíma unninn í blóðugum styrjöldum. T stað þess að berjast um völd, verði menn að vinna að friði. Við skulum vona að unninn friður verði sigur 20. aldarinnar. Hafa íslenzkar konur hugleitt það sem skyldi, live óumræðilega þakklátar við megum vera fyrir það, að síðan í forn- öld hefur enginn knúð syni okkar, eigin- menn og feður til blóðugra bardaga og vígaferla? Allir, sem hafa horfzt í augu við það, að missa það sem þeim er kærast, og þeir, sem eru svo lánsamir að hafa heimt úr helju ástvini sína, geta gert sér í hug- arlund, livernig það muni verða, þegar kirkjuklukkur um heim allan boða friS

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.