Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 18
Búreikningar og sparsemi „Húsfreyjan11 lítur svo á, að eitt af því, sem hverri húsmóður er mikil þörf á, sé það, að hafa fullkomið yfirlit yfir þær fjárupphæðir, sem hún má eyða til heimilishaldsins og haga útgjöldum heimilisins samkvæmt því. Sh'kt yfirlit er nefnt fjárhagsáætlun heimilisins — og ætti að vera gerð árlega fyrirfram, en daglegir reikningar yfir tekjur og gjöld sýna svo, hvort áætlunin stenzt, og bendir til þess, hvorl ef til vill er hægt að spara á einhverjum liðum. Það eru margir, sem álíta að slík áætl- un og búreikningar sé svo vandasamt verk, að þeir treysta sér ekki til þess að framkvæma það. Þetta er þó einfald- ara en út lítur í fljótu bragði, það er bara um að gera að byrja á verkinu, þótt ekki sé nema í stórum dráttum fyrst í stað. Komi það þá í ljós, að tekjur og útgjöld geti með engu móti staðist á, er sjálfsagt að taka til vandlegrar íhug- unar, hvort ekki er hægt að breyta hús- haldinu og spara á einliverjum liðum, án ])ess heimilisfólkið þurfi að bíða af því tjón. Ef til vill er líka hægt að finna einhverjar leiðir til tekjuaukning- ar; ef hjónin vinna saman að því marki að lifa ekki um efni fram, þá er það blátt áfram ótrúlegt, livað margar leiðir má revna. Að vissu leyti eru viðfangsefni allra heimila hin sömu, og þau ættu öll að gera sér það að reglu að hafa yfirlit yfir það, hve miklu fé er eytt í heim- ilislialdið, og fylgjast með því, ef ein- hverjir liðir verða óeðlilega háir. Auð- vitað er þetta þó enn nauðsynlegra fyrir tekjulágu heimilin, og verður það þá 18 HÚSFREYJAN sjálfsagður hlutur, að hjónin beri sig saman og ákveði sameiginlega úr hvaða útgjöldum beri að draga. Stór liður í hverju húshaldi er inat- urinn, ekki sízt þar sem börn eru að vaxa upp, má ekki draga úr þeim út- gjöldum, nenia að vissu marki. Hér er það tvennt, sem hafa verður í huga: að gera sem ódýrust og liaganlegust matar- innkaup, en jafnframt að gæta þess að fæðan innihaldi nægilega mikið af öll- um nauðsynlegum næringarefnum. Þess vegna er það svo nauðsynlegt, að hús- móðirin hafi einhverja hugmynd um nær- ingarefnafræði og að hún viti, hvernig á að meðhöndla matvælin, svo þau tapi sem minnstu af næringargildi sínu. Þetta er blátt áfram orðin vísindagrein, sem ekkert heimili getur látið sig engu skipta. Það er út frá þessu sjónarmiði, sem „Húsfreyjan“ hefur tekið upp á því, að flytja vikumatseðla, sem miðaðir eru við það, að efnið í matinn sé svo ódýrt, sem kostur er á, en að fæðan innihaldi jafn- framt nægileg næringarefni í allri þeirri margbreytni, sem þörf er á. Mun „Hús- freyjan“ í tilefni af þessari tilraun leita samstarfs við húsmæðraskóla landsins og fá þær konur, sem mest fást við þessi fræði til þess að gera alla útreikninga og semja matseðlana. Hxismæðraskólinn á Laugalandi hefur þegar riðið á vaðið og birtist matseðill frá honum í síðasta hefti „Húsfreyjunnar“. Þar var þó að- eins um miðdagsmat að ræða, mun seinna verða komið með áætlun og út- reikninga um málamat og miðdagsdrykk. Frk. Anna Gísladóttir, kennslukona við Húsmæðrakennaraskóla Islands gerir i

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.