Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 17
manni mínum, steig út í bátinn og við ýttum frá landi. „Pedro, livað átti allt þetta að þýða?“ Hann leit á mig, og undrun og efi lýsti sér í svipnum. „Þú hlýtur að vita“. „Ég veit ekkert, segðu mér það“. Hann hikaði, en að lokum tók hann til máls: „Kristur er kominn“. Enginn livítur mað- ur gat mælt þessi orð með dýpri lotn- ingu. „Kristur er kominn“, endurtók ég um leið og ég minntist móttöku þeirra og alls þess, sem gerzt liafði kvöldið áður. „Já, gamli trúboðinn sagði: „Kristur kem- ur. Hann kemur á aðfangadag í Ijósa- skiptunum. Hann kemur í bát upp fljót- ið og maður með honum. Hann mun dvelja næturlangt í Cispatíu“. Ég sat, sem steini lostinn við tilliugs- unina. Var þetta ástæðan fyrir móttöku þeirra, gjöfum og trúnaðartrausti ungu stúlkunnar? Þessi liugsun gagntók mig. Hve óumræðileg var ekki hin barnslega trú þeirra og tilbeiðsla þeirra fullkomin! Báturinn fjarlægðist Cispatíu. Ég heyrði álengdar söng þeirra, liinn sama og þeir liöfðu sungið, þegar þeir buðu mig vel- kominn. Pedro laut í áttina til mín. „Það er satt, er það ekki? Þii ert — þú ert: Hann?“ Saga þessi minnir ósjálfrátt á erindi, er Ólafur ^lafsson kristniboði hélt á síðastliðnu suniri, op koni injög 'inn á ábyrgð hvítra manna gagnvart hinunt svonefndu lituðu þjóðflokkuin. Hélt hann 1>V> frain, að öll afskipti hvítra manna af þess- 111,1 þjóðflokkum, að kristniboðunuin undauskild- Urn> >nótaðist af ágirnd og tilraunum til þess ‘>ð liafa gagn af þessum þjóðum, í stað þess að f«ra þeim verðmæti menningarinnar af óeigin- Sjörnum kærleika. llversu dásamlegt hefði það ekki verið, ef °kkur hefði tekizt að ’búa svo að hinuni dökku >»»111111111, að þeir sæju Krist eða sendiboða lians 1 hverjum hvítum manni, sem til þeirra kæmi. Mundi ekki ástand og útlit heimsins þá vera öðruvísi, en það er í dag? Heimilisiðnaður. HeimilisiSnaðarfélag Islands og Ferða- skrifstofa ríkisins liafa nú 9. okt. í haust stofnað upplýsinga og sölumiðstöð fyrir íslenzkan lieimilisiðnað, er heitir „Is- lenzkur heimilisiðnaður“. Hlutverk fyrir- tækisins er að stuðla að framleiðslu vand- aðra og fjölbreyttra heiinilisiðnaðarmuna úr þeim liráefnum, sem fyrir hendi eru hér á landi til þeirra liluta, svo sem ull, birki, skinnum og leir. Heimilisiðnaðarleiðbeinandi fyrirtækis- ins gefur margháttaðar leiðbeiningar um gerð sölumuna og lánar einstaklingum og félögum sýnishorn- til að fara eftir, ef þess er óskað og mögulegt er að koma því við. Fyrirtækið er framleiðendum einnig hjálplegt um útveganir efnis til að vinna úr. „íslenzkur lieimilisiðnaður“ er heild- sölufvrirtæki og hefur nú þegar náð góð- um samböndum í öllum sýslum landsins. Nýtur fvrirtækið að nokkm sambanda þeirra, er „Islenzk ull“ hafði áður, en það fyrirtæki var af stofnendum og eig- enduin þess afhent Heimilisiðnaðarfélagi Islands 7. júlí síðastl: Þó hefur „Islenzk- ur heimilisiðnaður“ nú þegar skapað sér mörg ný sambönd, enda er starfsvið þess miklum mun fjölbreyttara. Fjárþröng olli fyrirtækinu nokkmm byrjunarörðugleik- um, en nú standa vonir til að úr ræt- ist í því efni. „Islenzkur heimilisiðnaður“ hefur tekið upp heimilisiðnaðarmerki. Tryggir það kaupendum góðar vörur, er hlotið liafa viðurkenningu fyrirtækisins. TVISTURINN. Nú hefur Sainbaud islenzkra samvinnufélagá pantaó alltnikinn tvist, er konia nuiii á markað- inn seinnipart vetrar. Mun sú frétt gleðja marga er beðið hafa þess með eftirvæntingu að taka upp tyistvefnað á ný. hOsfreyjan 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.