Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 27
samkvæmislífi Lundúna. Næstu þrjá mán- uði fór ég á ball, bér um bil á liverju kvöldi, í fylgd með móður minni. Þess á milli voru svo boð fyrir stjórnmála- menn, beima lijá okkur. Þar að auki fór ég í boð seinni hluta dags. \ mist smáboð, þar sem aðeins var talað saman, eða stærri boð, þar sem einliver lék á liljóðfæri eða söng fyrir gestina. Frá míuu sjónarmiði voru góðar veitingar það eina, sem þessar samkomur höfðu til síns ágæt- is. Ég hef ævinlega verið mesti sælkeri, en þó var það varla nægilegt til að vega á móti því bve þrautleiðinlegir dansleik- irnir voru. Auðvitað lilaut móður miimi líka að leiðast, og hún átti bágt með að þola að eta svo seint og vaka fram- eftir, en hún vék ekki af vegi skyldunn- ar fyrir það. Ég kunni ekki að umgangast þessa ungu Lundúnalierra, eins og þeir komu mér fyrir sjónir í danssölunum. Ég kunni ekki að taka þátt í léttum samræð- um, þ. e. a. s. að tala um „ekki neitt“. Ég var feimin, stirð og klaufaleg. Herrarnir drógu sig fljótt í hlé, og það varð mitt hlutskipti að sitja upp við vegg við hlið móður minnar. Svo var ég snemma þeim vandkvæðum báð, live illa mér gekk að muna andlit manna. Ég þekkti ekki aft- ur ungu mennina, sem liöfðu yerið kynnt- ir fyrir mér kvöldið áður. Ein undan- tekning var þó ungur maður með eldrautt bár. Hann þekkti ég alltaf, og dansaði Stundum við liann. Einu sinni þegar verið var að borða, sagði annar ungur mað- ur: „Reynið þér að dreypa á svo litlu kampavíni, það gefst stundum vel til að bðka málbeinið“. „Ó, nei, það mundi nú bara gera mig grútsyfjaða“, svaraði eg. Pilturinn hefur samt verið af því tagi, sem gefst ekki upp við fyrstu atlögu, því áður en mig varði vorum við komin 1 hrókaræður um kaþólska trú og mót- Uiælenda, hvað livor um sig befði til sms ágætis, og að hverju leyti þeim hefði skjátlast. Svo lentum við út í að ræða sósíalisma og vorum seinast orðin svo hugfangin og áköf í röksemdaleiðsl- um, að farið var að undrast um okkur og þjóðsöngurinn gaf til kynna að dans- leiknum væri lokið. Þótt undarlegt megi virðast, man ég ekki eftir, að mér þætti ])að smán eða á nokkurn liátt auðmýkj- andi að sitja mestallan tímann upp við þil í stað þess að dansa. Semiilega hefur það verið vegna þess, að þá virtist það vera tízka lijá karlmönnum að álita dans ekki samboðinn virðingu sinni, þessvegna var ég ekki ein um það að sitja þama eins og merkikerti, og svo fannst mér ekki mikil eftirsjón í þessum Lundúna- „kavalerum“, þeir væru yfirleitt tildurs- og tilgerðarleg væskilmenni. Við stúlk- urnar gátum ekki hjá því komizt að vera þarna, en liver sá, sem hefði frjálsan vilja og væri maður með mönn- um hlaut að forðast- slíkar samkund- ur. Einstöku sinnum kom það fyrir, að einhver úr ættinni kom á ballið, og þá var auðvitað óskaplega gaman. Það var liægl að lala við frændur mína, en þá var alltaf eins og mömmu lægi einliver ósköp á að komast heim. Ég gat ekki óttað mig á því, hvort það væri vegna þess að hún hefði einskonar siðferðis- tilfinningu fyrir því, að eittlivað væri bogið við það ef menn skemmtu sér í þessum samkvæmum, eða livort henni liefur fundizt, að það væri gagnslaust að lianga þar með mér, ef ég aðeins dans- aði við frændur mína. Annars gat það líka liugsast að mér hafi bara fundizt tíminn svo fljótur að hða, þá sjaldan að ég skemmti mér. Framh. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.