Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 13
Guftrún Sveinsdóttir: vio OG ADKIR Mönnum er gjarnt að líta svo á, að þeir, sem eru fíngerðir og viðkvæmir að eðlisfari, séu lítt hæfir til að mæta hnjaski og liarðneskju lífsbaráttunnar. Mér virðist reyndin oft sanna hið gagn- stæða, því að einmitt þessar lireinu, feg- urðar- og frelsisunnandi sálir búa oft yfir einhverju dularafli og margföldu þoli á við beljaka að burðum. Vinkona mín frá bernskuárunum var af þessum toga spunnin. Hún var lijúkr- unarkona. Þegar liún tókst það starf á hendur, töldu margir ólíklegt, að liún hefði krafta til þess. 1 fyrstu reyndi svo á hið líkamlega þol, að lieita mátti, að allar tómstundir yrði lnin að nota til svefns og hvíldar. Hún stóðst raunina og fór þó ekki varhluta af erfiði og and- streymi í starfinu. Ég minnist þess, sem kona nokkur sagði við hana í upphafi starfsferils liennar: „Hvernig datt þér í hug að gerast hjúkrunarkona, J)að er svo margt gróft og ógeðslegt í samhandi við það starf?“ Vinkona mín svaraði: „Einhver verður að gera það“. „Það eru nógir aðrir til þess“, sagði J)á konan. Það eru J)essir dásamlegu „aðrir“, sem við Jmrfum svo oft á að lialda, en vilj- um sem minnst af þeim vita, því að J)eir minna okkur á ýmislegt óþægilegt, 8em við viljum ýta frá okkur, en þeir, þessir „aðrir“, eiga að gera. Sæmundur fróði var svo út undir sig, að hann lét púkaræfla moka flór og gera allt hið versta drasl og sjálfan kölska lét hann gera sér ýmsan greiða. Ég las nýlega 1 blaði um vísindamann, sem hafði kom- ið til hugar að framleiða eins konar niannapa til að láta þá vinna })au störf, sem fæstir vilja vinna. Slík úrræði stefua í öfuga átt. Svarta fólkið, sem síðast var þrælar í bókstaflegri merkingu, lætur sér ekki lengur lynda kúgun hvíta kyn- stofnsins. Það vill líka kjarabætur, mennt- un og mannréttindi. Flestir viðurkenna í orði kveðnu, að þessar umbætur séu æskilegar öllum til handa, en við vil- um, að J)egar til framkvæmdanna kemur, vill koma bahh í bátinn. Listakona, sem hafði lent út úr sinni sérgrein og Jmrfti að vinna fyrir sér með ýinsu móti, sagði eitt sinn: „Ég er ekki sköpuð til þess að vinna svona“. Þetta má maður manni segja, en skyld- um við þekkja svo vel lögmál sköpuu- arinnar, að við séum dómbær á, til livers við erum sköpuð. Það virðast vera vissar ófrávíkjanlegar staðreyndir í lífi livers manns, sem við fáum ekki um Jiokað. Ef til vill er svipað háttað með þær örlaga-línur og með fyrirskipaðan upp- drátt og ákveðið efni að byggingu, en við eigum sjálf að byggja, það er á okkar valdi, Iivernig byggt er með því efni, sem fyrir er. Þegar listakonan dæmdi um, til livers hún sjálf væri sköpuð, fól það í sér, að oSrum væri ætlað að inna J)au störf af liöndum, sein hún varð nú að láta sér lynda að viima. Menn eru oft samúðar- og sinnulausir gagnvart olnbogabörnum tilverunnar, af J)ví að Jveir hugsa sem svo, að Jiau séu fædd við hin aumu kjör, Jiað sé J)eirra hlutskipti, J)au séu því - vön og finni ekki til J)ess, ef ekki er verið að æsa }>au til óróa og uppreisnar. Aðrir viður- kenna, að þetta sé ófært ástand, en það HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.