Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 7
t. d. olíu, sítrónur og krydd, og svo lirærir mamman sjálf sósu á salatió, sem nún hefur meðferðis og bætir í það ýmsu góðgæti, skammtar á diskana og svo sér pabbinn um drykkjarföng, sem oftast er rauðvín, og börnin drekka það líka, blandað vatni. Svo fá bépparnir bein og snarl úr öllum áttum. Þau feðginiu álitu að bér mundi vera gott að fá vænan fisk úr sjó, en ég bað um grænmetisrétt. Hvorttveggja kom, en sjá, — þar var ekki fiskur, lieldur fiskar —, 85 að tölu og vel það, handa tveimur. En skrítið var að sjá þá á fat- inu, á stærð við bornsíli, eins og þeir befðu verið veiddir í liáf og þeim svo bvolft á pönnuna, þar sem þeir voru 8oðnir eða steiktir í olíu. Herdís var að myndast við að slægja litlu greyin, en gafst fljótlega upp við það og eins við að eta þá, en bóndi minn lagði þá sér. til munns rétt eins og hami hefði verið fæddur og upp abnn á eyju í Miðjarðar- bafi. Að lokinni máltíð béldum við af stað 1 áttina til klaustursins. Áður en varði vorum við komin í óumræðilega tmaðs- ægt umhverfi. Þar var enginn á ferli. öll náttúran andaði friði og sælu. Alls staðar var dýrðlegur gróður. Öðrum meg- 'n voru akrar og aldingarðar klaustur- bræðranna, en niður með sjónum, klettar °g fagur og frjósamur gróður, sem nátt- uran annaðist sjálf. Nú var heitasti tími dagsins og Hvíta sunnan hellti geislaflóði yfir eyjuna yndislegu. Við nálguðumst klaustrið. Þar var eng- lrin maður sjáanlegur. — Loks liittum yið þó munk, sem fræddi okkur um, að bónda mínum væri heimilt að skoða blaustrið að einbverju leyti, en konum Vi®ri ekki heimill aðgangur. Jæja, þá það -— ég var viss um að það væri ekkert á við það, sem náttúran liefði að bjóða, en þó liefði mér þótt gaman að fá að sjá fallega garðinn, sem ég hafði séð á mynd. Bóndi miim gekk í klaustrið um stund, en við slóðum fyrir utan og horfðum á luktar dyr. En viti menn. Hurð er opin í hálfa gátt. Ég lileyp þar að, — og það var engu líkara, en að það væri liluti af sjálfum Paradísargarðinum. En þegar ég ætlaði að gægjast svolítið betur, kom einhver ósýnilegur, hinum megin við hurð- ina og skellti lienni kyrfilega rétt við nefið á mér, bara af því að ég er kona. Við Herdís héldum áfram til þess að skoða hið forna klaustur, frá því árið 1073 (það máttum við sjá) og varðtum- inn einkennilega, sem stendur á fremsta odda eyjarinnar. Þar er og Heilags anda kapellan, sem talin er að fyrstu munk- ar eyjarinnar hafi byggt, í kringum árið 500. Þar em engir bekkir og engar helgi- myndir, en ennþá messa munkamir þar á liverjum sunnudegi. Þeir breiða rautt klæði yfir hið foma steinaltari og krjúpa svo á jörðinni. Við gengum út að varðtuminum og biðum þar um stund. Ég óð út í flæð- armálið og settist á stein, gagntekin af fegurðinni fjær og nær, og hugsun um hið friðsæla en alvarlega líf, fjarri léttúð og hégóma, sem liefði verið lifað hér öldum saman. Þó að mannlegt eðli ein- hverra munkaima hefði að líkindum stundum þráð gleðilíf og lausn frá fargi skyldunnar, var þeim hér engrar imdan- koinu auðið. Þessi helgi friðarins staður liefur samt ekki farið varhluta af lirell- ingum umheimsins. Fyrr á öldum urðu klausturbræðumir fyrir árásum af sjó- ræningjum og þá var varðtuminn notað- ur til þess að verjast árásum þessum. 1 stjórnarhyltingunni miklu urðu þeir fyrir barðinu á öfgafullum uppreisnar- mönnum. En á þessari öld liafa þeir fengið að lifa í friði, þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir. Sennilega vita þeir harla HÚSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.