Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 25
Greifafrú Rhondda: Þetta var minn heimur Frh. FORSTÖÐUKONA SKÓLANS. Fyrir löngu síðan, þegar skólinn var nýstofnaður, hafði ungfrú Sandys fengið hraðskeyti þess efnis að taka við for- stöðu skólans. Hún lofaði að hjálpa um stundarsakir, en það urðu 20 ár. Rauða liárið hennar var farið að grána, en augabrýrnar, sem slúttu yfir skær og glettnisleg, blá augu, voru næstum því eins og appelsínur á litinn. Allur skól- inn var upp með sér yfir óvenjulegum kostum bennar og sérkennum. Ungfrú Sandys var að öllu leyti sönn liefðar- kona. Hún var frjálslynd og bar skyn á þessa lieims gæði. Fötin hennar voru svo falleg, og fóru svo vel, að sú saga gekk, að liún fengi þau frá Vínarborg, sem í þá daga var ennþá fínna en París. En það var áreiðanlega ekki satt, heldur var það smekkvísi hennar, sem orsak- aði þá ágizkun. Hún liafði yndi af að ferðast og fór venjulega til meginlands- ins, þegar skólinn var úti. Hún var mik- ill göngugarpur og trúði á ferskt loft til líkams- og sálarheilla. Hún var í fyllsta máta lieilbrigð, andlega og lík- amlega og virtist alltaf vera í góðu skapi. Enda hafði liún til að bera grundvallar- skilyrði allrar liamingju: Djörfung, sjálf- stjórn og fórnarlund. Þar að auki brenn- andi mannkærleika og aðdáun á öllu fögru. Smekkvísi liennar á fagra liluti, sem gefa lífinu gildi var frábær, en öllu öðru fremur var þó liinn djúpi skilning- ur liennar og umburðarlyndi gagnvart mannlegu eðli, sem þó var laus við veik- leika og undanlátssemi þegar um rétt og rangt var að tefla. Það gat fokið í liana, og þegar þörf gerðist, kom hún inn til okkar, oftast að loknum kvöldverði og las yfir liausamótunum á okkur. Fyrst byrjaði liún ósköp rólega að segja okk- ur til syndanna, og bláu augun hennar leiftruðu af kýmniblandinni vandlætingu yfir misgjörðum okkar og vanköntum, en svo lileypti liún sér á hástig umvönd- unar og liellti úr skálum reiði sinnar yfir okkur. Mér skildist, að hún gerði það viljandi, að lileypa sér svona upp, það hafi reynst áhrifaríkara. 1 raun og veru ætti hún örðugt með að taka mis- gjörðir okkar svona liátíðlega. Þetta var samt hressandi reiðilestur, fyrir alla aðra en þá, sem gáfu tilefnið í það og það sinn. „Ég vildi að ég gæti sett svolitla skerpu og þrautseigju í ykkur“, var liún vön að segja við þau tækifæri. Það er engiim vafi á því, að þessi ósk hennar hefur átt drjúgan þátt í að stappa í okk- ur stálinu þegar á móti blés, seinna á lífsleiðinni. Skólaárin vom á enda, dýrmætur þátt- ur lífsins var liðirm. Sumar stúlkumar báru kvíðboga fyrir framtíðinni.i Það var eins og þær óraði fyrir inuilokaðri stofutilveru. Ég kveið engu, ég var bjart- sýn og mér er eðlilegt að taka á móti því ókomna eins og ævintýri, sem bíður mín. Þó hefði mér átt að vera ljóst, að skuggar liins ókomna vom í nánd. Fyrir nokkrn síðan, þegar móðir mín kom í heimsókn, ákvað hún, að nú þyrfti ég að fara að ganga í lífstykki. Ég grét sár- an, en án þess að ég ætlaði mér að gera uppreisn gegn þessu. Þetta var hlutskipti okkar allra. Stúlkurnar, sem vom grann- HÚSFREYJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.