Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 12
láta til skarar skríða og ákveða, livað gera skyldi í framtíðinni. — Bæði voru þau staðráðin í því að lifa lífinu saman og einnig voru þau á einu máli með það, að vilja búa í sveit — helzt í dalnum sínum. Þeim þótti vænt um jörðina og treystu íslenzku mold- inni bezt til að veita þeim björg í bú. En hvert var hægt að snúa sér? Engin jörð í sveitinni virtist vera föl. —1 Sig- urður hafði leitað sér upplýsinga um nýbýlin og byggðahverfin, sem víða var farið að undirbúa. Honum liafði verið sagt, að liverju býli mundi vera ætlaðir 40—60 lia. lands í byggðahverfunum. Yrði landið ræst fram, girt og fullræktað, allt að 5 ha. Þá yrði lögð sameiginleg vatnsleiðsla fyrir hverfið áður en landið yrði afhent til ábúðar. Býlið yrði svo leigt í erfðaábúð fyrir 3% af matsverði. Lán úr byggingasjóði fengist fyrir íbúð- arbúsi á býlinu, er næmi kr. 45 þús. Væri það lán veitt til 42 ára með 2% vöxtum. Ræktunarsjóðslán fengjust veitt fyrir peningsliúsum, allt að 30—60% af matsverði bygginga, með 2^% vöxtum til 15—25 ára. Guðrún gat ekki áttað sig á þessum tölum. 1 fljótu bragði fannst henni jarð- næðið lítið, aðeins 40—60 ba. 1 Hlíð var mikið landrými, því þótt túnið væri ekki mjög stórt, var víðáttumikið land uppi á hálsinum fyrir ofan bæinn. Hún stakk upp á því við Sigurð, hvort hann gæti ekki fengið til eignar kvíabólstúnið á Hóli og ef til vill eitthvað af móunum í kring, og svo væru grundimar niður við ána svo skemmitlegar. Eitt sinn bafði Sigurður liugsað sér að byggja bæ á kvíabólstúninu heima, þó aldrei liefði verið minnzt á það. Gaman var, að Guð- rún skyldi sjálf stinga upp á því. En hvernig var það — fékkst- nokkur styrk- ur til að byggja á annarra landi? Það varð bann að athuga. Sigurði höfði borizt uppdrættir af hús- um í sveit frá teiknistofu landbúnaðar- ins. Mikið var í húfi, að vel tækist með íbúðarliúsið, að það yrði traust og hent- ugt til íbúðar. Fylgir hér uppdráttur af liúsi því, er þeim leizt bezt á í svipinn. Þó ákváðu þau að athuga betur upp- dráttinn og gera tillögur til úrbóta, ef með þyrfti. Fróðlegt væri að lieyra álit þeirra er lesa þessa grein, livað þeim finnst um þennan uppdrátt, hvort þeir sjá nokk- uð, er betur mætti fara, og hvað lielzt þeim finnst á vanta. Teiknistofa landbúnaðarins liefur sýnt okkur þá velvild uð leyfa okkur uð hirtu meiVfylgjundi uppdrátt að húsi og veita okkur ýmsar góiVar upplýsingar. MUNURINN Á HIMNARÍKI OG HELVlTI. Til er persnesk sögn uin tnunn, sem eftir and- látið kom í harla undarlegt umhverfi. Fyrst urðu fyrir honum tvennar dyr. Yfir öðrunt þeirra var letrað: Rústaður Drottins útvöldu. Yfir hinuni: Bústaður hinna fordæmdu. Þangað gekk hann fyrst, til þcss að sjá hvernig umhorfs væri hjá þeim, vesalingunum. Hann kom í stóran sal. Sá hann þar fjölda manns sitja við horð, hlaðið dýrindis krásum. En svipur þeirra allra har vitni um sára angist og kvöl. Þá varð hoiium litið á, að olnbogar þeirra vorn bundnir þannig, að hver maður gat rétl út hand- legginn og náð' í allt, sem hann girntist, en hafði svo ekki svigrúm til þcss að bera hend- ina upp að munninum. LiiVu þeir því hinar verstu hungurskvalir. Því næst gekk hann inn í hústað hinna ut- völdu. Þar sátu menn líka við ríkulegt veizln- horð, og voru hundnir á saina hátt og liinir, en gleði og fögnuður lýsti sér í svip þeirra allra. Mataði hver maður þann, sem næstur hon- urn sat. SÍNUM AUGUM LlTUR IIVER Á SÆLUNA. Það var í ganda daga, þegar menn kyrjuðu Grallarann og lásu Jónsliók. Það var verið að lesa lcsturinn og einhversstaðar var á það minnzt, að i himnariki væri eilíft suinar. Kvað þá vi‘'| karl úti i horni: ^E, — ekki held ég vild* missa af blessaðri sláturtíðinni“. 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.