Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 9

Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 9
haga nokkuð eftir því, hversu grófir sprot- ar eru á plöntunni. Bezt er að fjarlægja blóm af fjölærum plöntum jafnóðum og þau byrja að visna. Fræmyndun tappar næringu úr plöntunni, og því fyrr sem blóm eru fjarlægð, eftir að þau hafa fallið, þeim mun þróttmeiri verður plantan. Al- gengt er að þær byrji að skjóta nýjum sprotum neðan frá mold fljótlega eftir að blóm hafa verið f jarlægð, og ná iðulega að blómgast á ný seinnihluta sumars, eink- um ef um vorblómstrandi plöntur er að ræða. Þess skal gætt að skera sem allra minnst af heilbrigðum blöðum með blóm- stönglinum, þegar hann er fjarlægður. Umplöntun: Á nokkra ára fresti er nauðsynlegt að umplanta fjölærum plönt- um. Eftir því sem plönturnar verða eldri verða þær grózkuminni, og blómgun minnkar. Við umplöntun er plöntunum skipt, og sérhver hluti er gróðursettur á ný, sem ný planta. Kraftmiklar og harð- gerðar plöntur þurfa fljótlega á meira plássi að halda, en þeim er ætlað; þarf þá að umplanta. Illgresi nær sums staðar yfirráðum, og oft er erfitt að uppræta það í þéttu og gömlu beði. Nokkuð er það breytilegt, eftir teg- undum, hversu oft þurfi að umplanta, en eins og fyrr er getið, er tiltölulega auðvelt að átta sig á, er þess þarf með: vöxturinn verður hægfara, blómgun minnkar, blóm verða smá, og iðulega myndast dauðir blettir í miðju plantn- anna. Hvenær er bezt að framkvæma um- plöntun? Vortíminn er heppilegastur fyr- ir flestar plöntur. Sérstaklega gildir þetta þar sem lítið er um snjó að vetri og mikil frost eru á auða jörð. Ef hægt er að umplanta snemma á vorin, gróa sárin fljótt, og plönturnar ná sér á skömmum tíma. Rétti tíminn til umplöntunar er því: um leið og plöntur byrja að bæra á sér. — Plöntur, sem blómgast mjög snemma, má einnig umplanta strax að aflokinni blómgun, t. d. gemsufífill, stein- brjótur og skriðnablóm. Við umplöntun og skiptingu verður að gæta þess að sárflöturinn verði sem minnstur og sárin sem fæst. Notið ekki skóflu við skiptingu, fing- urnir og hnífur eru beztu áhöldin. Fjar- lægið alla dauða plöntuhluta og skiptið þannig, að 3—5 nýir sprotar fylgi hverj- um hluta, ásamt góðu rótarkerfi, í hæfi- legu hlutfalli við sprotana. Vökva ber vel á eftir umplöntun og skiptingu. Bezt er að framkvæma verkið í dumbungs- veðri, og skýla plöntunum fyrstu 2—3 dagana á eftir með striga, ef sólfar er mikið. Einnig er gott að úða yfir þær við og við fyrstu dagana. (Frh.) Leiðrétting / síSasta tölublaSi „Húsfreyjunnar“, bls. 16 í textanum jyrir neSan myndina aj .10 ára afinœlis- jundi S.V.K. Iiaja orliiíi jiau mistök, aii siSustu orö- in eru „til hcegri“, en á aS veru „til vinstri“. Húsfreyjan kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjórn: Svafa Þórleifsdóttir Laugavegi 33A - Sími 16685 Sigríður Thorlacius . Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir Stigahlið 2 - Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir Hringbraut 89 - Simi 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33A. Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 10 kr. Gjald- dagi er fyrir 1. október ár hvert. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Húsfreyjan 9

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.