Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 15
heimta, og niðurstöðurnar bornar saman
við þá orku, sem beita þarf við ýms lík-
amleg störf. Niðurstöðurnar eru oft næsta
furðulegar. Hver myndi trúa því, að sú
orka, sem vélritunarstúlka notar til venju-
legs dagsverks samsvari því, að hún lyfti
ellefu tonna þunga með fingrunum?
Að fenginni þessari vitnezkju má teljast
óhrekjandi, að einhvern tíma dags þurfi
vélritunarstúlkan að slaka á og hvílast,
en þeir sem ekki hafa áhuga fyrir líkams-
æfingum spyrja, hvort ekki sé nóg að gefa
henni frí til þess að fá sér kaffibolla? Því
svaraði sænsk skrifstofustúlka svo: ,,Ef
ég fæ mér kaffi, þá lyppast ég bara ofan
í stól og hugsa ekkert um, hvernig líkam-
inn hvílist, en ef ég geri líkamsæfingar,
þá finn ég, að ég vinn að því að halda
honum hraustum“.
Fyrir skömmu lét Aatvidaberg gera
kvikmynd af hvíldaræfingum fyrir kyrr-
setufólk og nú er sú kvikmynd sýnd í stór-
fyrirtækjum viða um Evrópu.
Vellíðan kyrrsetufólks er því að verða
eins konar útflutningsvara frá Svíþjóð.
Yfirmenn stofnana eru teknir að viður-
kenna, að tíu mínútna vinnutapið, sem
þessar líkamsæfingar krefjast, skapar
betri afköst og starfsliðið finnur, að hin-
ar daglegu æfingar vernda það fyrir hin-
um algengu afleiðingum kyrrsetunnar,
svo sem að bak bogni, gigt setjist í hand-
leggi og mjaðmirnar þrekni óeðlilega.
1. æfing (sitjandi eða standandi). Látið armana
hanga beint niður með hliðunum, lyftið öxlun-
um og látið þær svo síga, en hafið arma slaka.
Endurtakið í nokkur skipti.
2. æfing (sitjandi). Lútið fram til hálfs, látið
armana falla slaka niður, ypptið öxlum til skipt-
is nokkrum sinnum, rísið hægt upp og réttið
vel úr bakinu.
3. æfing (sitjandi eða standandi). Snúið höfð-
inu til vinstri, látið það falla rólega áfram, snú-
ið til hægri og lyftið höfðinu þá um leið, endur-
takið nokkrum sinnum fram og aftur.
Tíu mínútna hléið!
Húsfreyjan
15