Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 29
HÚN BRÁST MÉR EKKI Framhald af bls. 18. við áheitinu. Ég sendi henni því stundum tóbakslauf eða kaffipund og fékk að laun- um margfaldar þakkir, fyrirbænir og blessunaróskir. Mér er sérstaklega minnisstætt, er ég eitt sinn var að ganga undir próf í sögu. Ég hafði víst ekki lesið of vel og óttaðist, að ég kynni að koma upp í einhverju, sem ég vissi lítil skil á. Þá hét ég á Laugu, ef ég hitti á tiltekið efni, sem ég var vel heima í. Og ekki bar á öðru en að það tækist. Ég kom upp að prófborðinu, skjálfandi á beinunum, dró miða með titr- andi hendi. En er ég sneri honum við, hvað haldið þið svo sem að hafi staðið á honum? — Kólumbus og landafundir! Einmitt það, sem ég hafði óskað eftir. Ég fékk hæstu einkunn í sögunni. Og auðvitað sendi ég Laugu tóbaksbitann. Ég hefði haft það eitthvað meira, ef ég hefði ekki verið jafn auralítil og ég var þá. Nokkrum árum seinna frétti ég það einn góðan veðurdag, að Lauga væri dáin og grafin. Ég var þá farin að vinna við skrifstofustörf í Reykjavík og kom ekki í sveitina mína nema með ára millibili. Ferðalög voru ekki jafn auðveld þá og nú á dögum. Samt fóru bílarnir nú að koma til sögunnar, en fágætir voru þeir til að byrja með, stóðu ekki í tugatali eins og fénaður í haga á hverju götuhorni eins og nú, og ekki voru heldur vegir færir bílum nema á stöku stöðum á landinu. Þetta var einhvern tíma eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ég hafði fengið 8 daga sumarleyfi frá skrifstofustörfunum. og ætlaði að bregða mér til bemskustöðv- anna, heilsa upp á fornar slóðir, gamla vini og kunningja. Ég var svo heppin að geta fengið far með vörubil, sem ætlaði austur fyrir fjall. Sat í framsæti hjá bílstjóranum og var auðvitað eini farþeginn. Ekki komst ég nú samt alla leið á þessu farartæki. Síðasta áfangann fór ég ríðandi. Vinkona mín sótti mig og léði mér hest. Ekki var farkosturinn góður þar sem bíllinn var. Hann var allra mesti skrjóð- ur, lét svo hátt í vélinni, að við heyrðum varla hvort til annars, ég og bílstjórinn, og benzinfýlu lagði fyrir vitin, likt og maður finnur stundum á skipum. Ég var samt vel ánægð. Farið var ekki mjög dýrt, og bílar voru ekki eins fullkomnir þá og nú, svo að maður var ekki sérlega vandfýsinn. Svo bætti nú heldur úr, þegar blessaðir klárarnir komu til sögunnar. Hesturinn, sem ég fékk til reiðar, var bæði vakur og viljugur, veðrið var gott, fjalla- hringurinn víður og friður eins og hann átti að sér að vera, og ég naut þess að vera komin aftur á gamlar stöðvar. Ég kom að Lágholti í þessu ferðalagi. Var þar eina nótt. I Lágholti er tvibýli og ég gisti í austurbænum, því þar bjó vinafólk mitt, en í vesturbænum hafði ég átt heima, þegar ég var barn. En þar var nú kominn nýr ábúandi og var mér hann og fjölskylda hans ókunnug. Ég fór seint að sofa, því að kvöldið leið við glaum og gleði og mas fram á nótt. Ekki man ég til, að neitt verulega væri minnst á Laugu sálugu þá um kvöldið, en þó getur verið, að hún hafi eitthvað borizt í tal. En um nóttina dreymdi mig hana. Hún stendur ljóslifandi við rúmið mitt, litii og grönn eins og hún hafði verið í lifanda lífi og í svipuðum fötum, með ljósleitan skýluklút á höfði. Hún klappar á höfuð mér og segir mjög ákveðin á svip: — Farðu ekki á fimmtudaginn. Farðu ekki. Ekki var draumrinn lengri, en ég hrökk upp með andfælum og leit á klukkuna og sá að hún var rúmlega fimm. Mér fannst þetta undarlegt — og varð brátt glað- vakandi, lá og hugsaði um drauminn fram og aftur. Ég hafði ætlað mér að fara af stað heim til Reykjavíkur að tveim dögum liðnum, því að þá var sumarleyfi mínu lokið. Hafði svo verið ráð fyrir gert, að sami bíllinn flytti mig suður aftur. Hann II ú s f rey j a n 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.