Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 10
Svava Þórlnifsdóttir: Okhar á milli sagt Þegar 11. landsþing Kvenfélagasam- bands fslands kom saman árið 1955, voru fulltrúarnir í hátíðaskapi að ný- afstöðnum ánægjulegum dögum í til- efni af 25 ára afmæli sambandsins. Sennilega hefur það meðal annars staf- að af þessu, að þing þetta virðist hafa verið frjórra að ýmsum nýmælum en flest önnur landsþing. Meðal annarra samþykkta þingsins var það að gera athugun á því, hvort samræma bæri í einhverjum aðalatriðum lög kvenfé- laga og kvenfélagasambanda. Til þess að vinna að þessari athugun var kosin þriggja kvenna milliþinganefnd, auk þess sem henni var ætlað að starfa fleira til eflingar félagslegri þróun inn- an samtakanna. Hefur slík nefnd jafn- an verið kjörin á landsþingum siðan og sömu konurnar verið kosnar alltaf. Nefndin hóf störf sín ekki löngu eft- er að þinginu var slitið 1955 og lagði fyrir formannafundinn, sem haldinn var að Laugarvatni 1956 tillögur um, að hagkvæmt mundi vera að samræma lög héraðasambandanna sem fyrst í nokkrum atriðum, en taka þá síðar til athugunar, þegar þeirri samræmingu væri lokið, að samræma lög einstakra kvenfélaga innan sambandanna. Féllst formannafundurinn á þetta og sam- þykkti jafnframt samræmingartillög- ur nefndarinnar, en þær voru þessar: 1. að á eftir nafni sambandsins bæði í fyrirsögn fyrir lögunum og í þeirri lagagrein, sem f jallar um heiti sam- bandsins, komi: ,,í Kvenfélagasam- bandi Islands (K. I.) og þá jafn- framt Húsmæðrasambandi Norður- landa (N. H.)“ 2. að í lagagrein um tilgang sam- bandsins sé tekið fram, að aðaltil- gangur þess sé, að sameina krafta kvenfélaganna á sambandssvæðinu til þess að vinna að stefnuskrár- málum Kvenfélagasambands Is- lands, sem í stuttu máli eru þau, að efla velferð heimilanna með því að stuðla að síauknum hollustu- háttum, hagsýni, félagslegum þroska og alhliða menningu hvers einstaks heimilis. 3. að viðvikjandi stjórn sambandanna verði það hvarvetna leitt í lög: a) að varaformaður skuli jafnan vera ein þeirra kvenna, er skipa aðalstjórn, b) að öll varastjórnin sé kosin ár- lega án allrar verkaskiptingar innbyrðis, en varakonur gangi svo inn í aðalstjórn til starfa, ef með þarf, í þeirri röði er at- kvæðafjöldi skipar þeim. 4. að lögboðið sé, að stjórn hvers sam- bands færi sérstaka bók um fundi sína og framkvæmdir. Tillögum þessum tjáði formanna- fundurinn sig samþykkan. Voru þær svo birtar í Húsfreyjunni, 4. tbl. 7. árg. í því skyni, að þær væru sem flestum kunnar áður en 12. landsþing K. I. kæmi saman. Á því þingi voru svo til- lögurnar bornar fram og endanlega samþykktar. Nú mætti ætla, að samböndin hefðu 10 Húsfreyj a n

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.