Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 23

Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 23
r v.. mannneldispáttur Áður en langt um líður getum við fengið rabarbara til heimilisins, og eykur koma hans á fjölbreytni i mataræði. Beztur er rabarbarinn fyrri part sum- ars, og þess skal ætíð gætt, að láta hann ekki vaxa of mikið, hættir honum þá til að tréna og verður auk þess súrari. Bezt er að taka alla leggi í byrjun júlí, vex hann þá aftur, og fáum við þá aðra uppskeru sem er engu síðri en sú fyrri. Ljúffengastur til matar, og einnig fal- legastur, er fíngerður, rauður rabarbari, svonefndur vínrabarbari. En góður rabar- bari á að vera nýupptekinn, stinnur, frek- ar grannir leggirnir. Þegar við hreinsum rabarbara er hann þveginn með klút und- ir rennandi, köldu vatni eða burstaður með mjúkum bursta. Flysjið ekki leggina, nema þess sé þörf, t. d. að leggirnir séu byrjaðir að tréna, verður hann þá bæði bragð- og litminni. Við getum notað rabarbara í grauta, súpur, ábætisrétti, aldinmauk, saft og vín. En vert er að minna á, að rabarbarinn inniheldur oxalsýru, og séu hin skaðlegu áhrif hennar ekki upphafin, getur hún haft spillandi áhrif á heilsu okkar. Oxalsýran gengur í samband við kalk- ið í fæðunni og myndar með því óuppleys- anleg kalksölt, sem líkaminn getur ekki fært sér í nyt. Oxalsýran bindur ekki að- eins það kalk, sem er i rabarbaranum og mjólkinni, sem við höfum út á, heldur einnig kalk frá öðrum fæðutegundum og eyðileggur því einnig þeirra kalkinnihald. Kalksölt þessi geta fallið út í nýrun og myndað þar steina, sem stífla svo nýrna- gangana. Til fróðleiks má geta þess, að oxal- sýrumagnið er minna í smáum stilkum, sem mælir með þvi, að rabarbarinn sé ekki látinn vaxa úr sér, og mun meira er af því neðst í leggjunum en efst. En engin ástæða er tií þess að láta þessa vitneskju hafa þau áhrif, að við notum ekki rabarbara. Við getum auðveldlega upphafið hin skaðlegu áhrif oxalsýrunnar með því að setja 1 msk. af 40% kalcium- kloridupplausn í hvert kíló af rabarbara. Þessa upplausn er hægt að kaupa í lyfja- verzlunum og geymist ótakmarkaðan tíma. Þessu er bætt út í og soðið með. Sé ætlunin að búa til saft, verður hún ekki eins tær og annars. Látið því saftina bíða til næsta dags, kalksöltin hafa þá sezt á botninn og auðvelt að hella saft- inni ofan af. Spínat er einnig mjög oxalsýruríkt, notið því 40% kalciumkloridupplausn, 1 msk. í 1 kg af spínati. Hér eru svo nokkrar uppskriftir með Rabarbaraterta Húsfreyjan 23

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.