Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 8
Sjaldgæfari, en skemmtilegar tegundir,
eru eftirfarandi:
Ástareldur: ber rauð blóm.
Blásól: hefir undurfögur, blá blóm, er
oft tvíær.
Genfargras: hefir fíngerð blöð og blá
blóm.
Höfuðklukka: með stór, dökkblá klukku-
blóm.
Gullhnappur (Trollins): fleiri tegundir og
afbrigði með mismunandi gul
blóm.
Jötunjurt: getur orðið yfir 1 m á hæð —
með hvítlit blóm — blómgast
lengi.
Moskusrós: hefir bleiklit, stór blóm.
Roðamjaðjurt: er skyld íslenzku mjað-
jurtinni — en hefir rósrauð
blóm.
Roðafífill: ber rauðgul blóm.
Risasól (valmúi): með afar stór, rauð
blóm, sem því miður standa
frekar stutt.
Silfursóley: hefir hvít blóm, mjög falleg,
og blómgast lengi.
Risahvönn: getur orðið 2—3 m á hæð
með feikna stórum sveipum,
með hvítleit blóm.
Veronika (Depla): Fleiri tegundir, mis-
munandi að hæð, með blá blóm.
Beztar eru langdepla og kós-
akkadepla.
Kóngaljós: hávaxin jurt með stórgerðum
loðnum blöðum og gulum
blómum. Algengast er að
kóngaljós sé tviært, en oft sáir
það sér sjálft.
Upptalningin á ofangreindum plöntum
er fyrst og fremst hugsuð sem örlítil
vísbending til þeirra, sem eru stutt á veg
komnir með að safna gróðri í garða sína;
flestir þeir garðeigendur, sem lengra eru
á veg komnir, munu eiga það, sem getið
hefir verið um, og hafa þá jafnframt
einhverja af fyrrgreindum bókum sér til
stuðnings í áframhaldandi plöntuvali.
Bezt er að gróðursetja fjölærar plönt-
ur strax að vori, þegar hægt er að byrja
að vinna jarðveginn í garðinum. Harð-
gerðar plöntur, sem blómgast mjög
snemma, t. d. mörtulykill og gemsufífill,
er þó algengt að gróðursetja í byrjun
ágúst.
Fjölærar plöntur er bezt að gróður-
setja aðeins dýpra en þær hafa staðið
áður, einkum gildir þetta um plöntur,
sem með árunum eiga það til að lyfta
sér upp úr jarðveginum, t. d. morgun-
roði og ýmsir lyklar. Ýmist er gróðursett
í raðir eða óreglulega; seinni aðferðin
v.irkar betur ef um stór beð er að ræða.
Um vaxtarrýmið er erfitt að benda á á-
kveðnar reglur. Oftast er talið að hæfi-
legt vaxtarrými fyrir lágar og smávaxn-
ar plöntur sé 15—35 cm á kant. Fyrir
meðalháar plöntur hafa í flestum tilfell-
um 35—45 cm, og fyrir hávaxnar plönt-
ur 45—75 cm. Þó ber að gæta þess, að
ein og sama tegund, þarf mismunandi
vaxtarrými eftir vaxtarskilyrðum, sem
standa henni til boða. Gróðursetn.inguna
þarf að framkvæma þafmig, að plönturn-
ar þeki það svæði, sem þeim er ætlað, eftir
2—3 ár frá niðursetningu.
Margar fjölærar plöntur þurfa stuðn-
ing þegar þær fara að teygja úr sér. Verð-
ur að gæta þess að binda þær upp í tæka
tíð. Uppbindingu þarf að haga þannig,
að plönturnar standi eins eðlilega upp-
réttar og tök eru á, og án þess að það,
sem notað er til stuðnings verði of á-
berandi.
Einfaldasta aðferð við uppbindingu er
að setja prik við hverja plöntu og sveipa
basti eða seglgarni um alla sprotana.
Einnig má binda hvern sprota út af fyrir
sig við prikið, sem þá er komið fyrir í
miðri plöntunni. Þess skal gæta að nota
efnivið til uppbindingar, sem ekki er um
of frábrugðinn plöntunni að lit. Mjög ein-
föld og hentug uppbindingsaðferð er það
að klippa smá vírbút (hænsnanet) af
sömu stærð og þvermál plöntunnar, og
leggja hann yfir sprotana í tæka tíð.
Sprotarnir vaxa fljótt í gegn um netið.
Á mjög háar plöntur er rétt að setja tvö
lög af vír. Möskvavídd netsins verður að
8
Húsfreyjan