Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 24
rabarbára. Ég hef ekki tekið kalcium-
klorid með í uppskriftirnar, geri því ráð
fyrir að því sé bætt út í.
Rabarbarasagósúpa
300 g rabarbari 2 msk. sykur
1 1 vatn 1—2 egg
2 msk. sagógrjón
Sjóðið rabarbarann í mauk, sagógrjón-
unum hrært út í, soðið þar til þau eru
glær. Eggin þeytt létt og ljós með sykr-
inum, sjóðandi súpunni hrært smátt og
smátt saman við. í súpu þesa má nota
rabarbara, sem geymdur hefur verið í
vatni eða þá þurrkaður.
Köld rabarbarasúpa
375 g rabarbari iy2 msk. kartöflumjöl
% 1 vatn 2 eggjarauður
V2—1 dl sykur
Rabarbarinn hreinsaður 'og skorinn
smátt, soðinn þar til hann er meyr. Saft-
in síuð frá, sett í pott, hituð, sykur sett-
ur saman við eftir smekk. Jafnað með
kartöflumjölsjafningi. Eggjarauðurnar
hrærðar með 1 msk. af sykri. Sjóðandi
súpunni hellt smátt og smátt saman við.
Súpan kæld. Borin fram ísköld. Gott er
og fallegt að sneiða niður banana og setja
út í súpuna. Borin fram með litlum tví-
bökum eða Corn-Flakes.
Rabarbari í bitum
% kg rabarbari 2 dl sykur
Hreinsið rabarbarann og skerið hann í
nál. 8 sm langa bita. Ef leggirnir eru mjög
gildir, er betra að kljúfa þá. Látnir í eld-
fast mót, sykri stráð yfir og milli laga.
Lok sett á mótið, ef lok er ekki til er
málmpappír ágætur, og það sett inn í
hitaðan ofn, nál. 175° í 15—20 mínútur,
eða þar til bitarnir eru meyrir, mega ekki
fara í sundur. Einnig er hægt að sjóða
rabarbarann ofan á vélinni í skál við gufu.
Borðað kalt sem ábætisréttur með
eggjasósu eða þeyttum rjóma. Einnig er
þetta gott með steiktum kjötréttum.
Snjórabarbari
% kg rabarbari 2 eggjahvítur
iy2 dl sykur 5 msk. sykur
Rabarbarinn skorinn í fingurlanga bita,
látinn í eldfast mót, sykri stráð yfir, sett
í heitan ofn, nál. 175° í 20—25 mínútur.
Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykrinum
blandað varlega saman við. Sprautað of-
an á rabarbarann, og mótið látið inn í
ofninn á ný, þar til marengsinn er gul-
brúnn, nál. 10 mínútur. Borið fram með
þeyttum rjóma eða eggjasósu.
Rabarbarahlaup
% kg rabarbari 6 blöð matarlim í
250 g sykur Vi 1 saft
3 dl vatn Ávaxtalitur
Rabarbarinn, helzt vínrabarbari eða
önnur rauð tegund, hreinsaður og skor-
inn í jafna bita. Settur í lögum í pott með
sykrinum, vatninu helt yfir. Hitað við
mjög hægan eld, þar til bitarnir eru meyr-
ir en heilir. Saftin síuð frá og mæld. Mat-
arlímið lagt í bleyti í kalt vatn, sett út í
heitu saftina. Ef saftin er ekki falleg á lit-
inn, má setja ávaxtalit í. Þegar þetta er
hálfhlaupið, er rabarbarabitunum hrært
saman við, hellt í bleytt og sykri stráð
mót. Látið stífna. Hvolft á fat, skreytt
með þeyttum rjóma og borið fram með
hráu eggjakremi.
Þeytið 2 eggjarauður með 2 msk. af
sykri, V2 tsk. af vanillu hrært saman við.
2 dl af þeyttum rjóma blandað í. Borð-
að strax.
24
Húsfrcyjun