Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 28

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 28
Margrét Jóhannsdóttir: Meðferð ungbarna 2. Imttur Áður en barnið fæðist, þarf móðirin að hafa til handa því rúm — eða körfu til bráðabirgða — og svo auðvitað fatnað. Um fatnaðinn tala ég ekki að þessu sinni, en rúmið skulum við aðeins taka til at- hugunar. Rimlarúm er bezt, því það getur barnið átt fram eftir aldri, og rimlana notar það nokkurra mánaða gamalt til að æfa handleggina og þroska vöðvana, án þess þó að hætt sé við að það detti fram úr. Barnið má alls ekki sofa hjá foreldrum sínum eða öðrum, því bæði getur stafað af því smithætta og svo hafa komið fyrir slys í því sambandi. í barnarúminu á að vera slétt og stinn dýna — til dæmis úr ullartróði — og lak, en yfir miðju lakinu gúmmíklútur, og þverlak ofan á honum. Kodda er ekki nauðsynlegt að hafa fyrstu mánuðina, að minsta kosti má hann hvorki vera mjúkur eða þykkur. Lítil sæng, létt en hlý, er látin ofan á barnið. I rúminu er barnið haft á friðsælum stað, þar sem bjart er og loftgott, en helst ekki við útvegg,' heitan miðstöðvarofn, hurð eða glugga. Hæfilegur hiti í barna- herberginu er um 18 stig, hann ætti helst ekki að fara niður fyrir 15 stig og ekki upp fyrir 20, nema meðan barnið er bað- að. Baðið hefir mikla þýðingu fyrir vellíð- an barnsins. Heilbrigt barn þarf að baða á hverjum degi, og er það venjulega gert að morgninum fyrir máltíð, nema ef barn- ið er óvært á nóttunni, þá getur verið gott að baða það að kvöldinu, einnig fyrir mál- tíð. Ungbarnið er ekki látið ofan í baðkerið fyrr en naflinn er vel gróinn. Þangað til er því aðeins þvegið, og skal nú farið nokkrum orðum um þvott og bað barns- ins. Það þarf að vera vel hlýtt inni og glugg- arnir lokaðir. Bezt er, að standa við svo hátt borð, að maður þurfi sem minnst að beygja sig, t. d. eldhúsborðið, og hafa á því ábreiðu með laki yfir. Þar ofan á handklæði til að þurrka með andlit og efri kropp, og bleyju til að þurrka að neð- an. Ennfremur tvær mjúkar rýjur eða tvo þvottapoka, annan merktan A — andlit — ásamt góðri sápu og talkumi eða smyrsli, naglaskærum, bómull og hár- bursta. Baðkerið hafið þér á tveimur stólum við borðið, og blandið nú vatn- inu, fyrst köldu, svo heitu, vel saman, þannig, að það sé þægilegt fyrir olnboga yðar. Það er sérlega áríðandi, að vatnið sé hæfilega volgt. Ef baðhitamælir er við hendina, á hann að sýna 36 stig á Celsius niðri í vatninu. Og nú er barnið lagt á borðið, afklætt, og andlitið þvegið sápu- laust, það þurrkað — og svo er allur lík- aminn þveginn smátt og smátt, efri búk- urinn fyrst, síðan sá neðri. Munið, að þurrka jafnóðum fljótt og mjög vel, en gætilega. Að lokum er sáldrað örlitlu dufti á húðina í hálsakoti, í olnbogabótum og í náranum. Sé húðin rauð eða viðkvæm, má bera á hana gott smyrsl i staðinn fyr- ir talkum. Barnið er svo klætt í hrein, þurr og hlý föt, en dúðið það ekki of mik- ið. Séuð þér ekki vanar að baða barn, þá ættuð þér, áður en ljósmóðirin skilur við yður, að sjá, hvernig handtök á að hafa, eða, ef það kemur til yðar heilsuverndar- hjúkrunarkona, og þér eruð enn ekki ör- uggar, þá biðjið hana að leiðbeina yður. Því betri aðbúð og umhirðu sem litla barnið yðar hefir, því heilbrigðara og vær- ara verður það. 28 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.