Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 19
f heimilispáttur
Klœðið
húsgögnin
sjálfar
Á marga vegu má skapa vistlegt heim-
ili og notalegt, auðvelt og þægilegt í um-
gengni. Sú vefnaðarvara, eða þau efni,
sem valin eru til heimilisins, setja ekki
minnstan svip þar á. Auðvelt er að skipta
um svip í stofunni með því að kaupa ný
gluggatjöld, skipta um ábreiðu á legu-
bekknum, eða hressa upp á gömul hús-
gögn með nýjum áklæðum eða nota laus
áklæði, sem skipta má um eftir vild og á-
stæðum. Allt kostar þetta nokkuð, og
sjálfsagt er því að velja af hagsýni, svo
að efnin endist vel og haldi sér sem lengst,
án þess að verða úrelt.
Þegar keypt eru húsgögn með föstu á-
klæði eða áklæði valið og síðan sett á af
fagmanni, verður það yfirleitt nokkuð
dýrt, og viljum við þá hlífa áklæðinu sem
mest í notkun fyrir óhreinindum og sliti.
Sumir velja því dökkleitt áklæði, sem ekki
er mjög viðkvæmt fyrir óhreinindum, en
þá er ekki lengur um það að ræða að velja
létta og ljósa liti í umhverfi sitt. Þó er
enn verra, þegar húsgögn bera svip af
því, að ekki megi nota þau eftir þörfum,
að þar sé sýnd veiði en ekki gefin. Eink-
um er hætt við að svo fari á barnaheim-
ilum. En þar er einmitt heppilegt að nota
laust hlífðaráklæði, svo að húsgögnin geti
komið að fullum notum í daglegu lífi
heimilisfólksins. Væri ekki einnig heppi-
legt, að hafa slík hlífðaráklæði á sveita-
heimilum, t. d. yfir háannatímann um
sláttinn, þegar allir ganga til útivinnu,
eða á öðrum tímum eftir ástæðum, svo að
heimilisfólkið geti með góðri samvizku
tyllt sér niður inni í stofu eða annars
staðar, þar sem vel fer um það? Það eru
mörg efni í verzlunum, sem ekki eru nægi-
lega sterk eða heppileg í fast áklæði, en
hæfa betur í laust áklæði, svo sem ýmis
gerviullarefni og litþrykkt bómullar- eða
hörefni. Þannig má auka fjölbreytni lita
og nota ljósa liti eftir vild, þar eð auðvelt
er að taka áklæðið af og þvo eða hreinsa
það. Þessi efni eru yfirleitt ódýrari en
al-ullarefni sem þykja bezt í fast áklæði,
og mætti því breyta oftar um áklæði eft-
ir ástæðum.
J
H ú sf r ey j a n
19