Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 13
Fyrir um það bil fjörutíu árum reið alda norrænna hugsjóna háct í löndum vorum. Bókmenntir og listir blómguð- ust. Rithöfundar okkar áttu sér næman lesendahóp í hinum norrænu iöndum. Klassískar, norrænar bókmenntir voru i heiðri hafðar vegna þess, að þær veittu okkur ómetanlega fjársjóði og sýndu okk- ur sannar myndir af lífi fortiðar og nú- tíðar. Við minnumst Eemil Siljenpáá, nóbelsskáldsins, skáldverk hans spruttu úr finnsku þjóðlífi, Selmu Lagerlöf, sem rifjaði upp forna siði í Gösta Berlings sögu og öðrum Vermalandssögum sínum. Einnig vil ég nefna sögu Borgarættarinn- ar eftir íslenzka rithöfundinn Gunnar Gunnarsson, ævintýri og sögur H. C. And- ersen, bernskuminningar Pontoppidan, sem veitti okkur nýjá innsýn í danska þjóðarlund og danska náttúru. Björn- stjerne okkar Björnsson, sem einnig hlaut Nóbelsverðlaun, hefur drjúgum aukið skilning á norskum lyndiseinkennum. Það er hróplegt að við skulum ekki sýna nútímahöfundum okkar sömu hrifn- ingu. Afsökun okkar er léleg. Við segj- umst ekki lengur skilja hvers annars tungu. Hvað er þá um samnorrænt sam- nám, norræn námskeið, norræna bóka- klúbba, norræn bókasöfn? Allt á þetta að auðvelda okkur að njóta norrænna bókmennta, sem enn sem fyrr hafa mik- inn auð að bjóða. Stofnun Norræna félagsins var eðlileg afleiðing af hinu nána, andlega sambandi, sem ríkti á Norðurlöndum fyrir fjörutíu árum og að námsmenn og húsmæður tóku upp náið norrænt samstarf. Húsfreyjurn- ar stofnuðu Húsmæðrasamband Norður- landa 1920 og við fáum aldrei fullþakkað þeim brautryðjendum, sem að því stóðu. Sambandið hefur skapað möguleika til að norrænar húsmæður tengdust sam- starfsböndum, sem fjölgar árlega og leiða okkur nær hverri annarri. Á þessu ára- bili hefur verið komið á norrænum ríkis- borgararétti, samnorrænum tryggingum, sameiginlegum vinnumarkaði, efnahags- samvinnu, samræmingu í kennslukerfi, svo að nokkur stórmál séu nefnd. Alltaf er verið að koma á fót fleiri opinberum stofnunum til að auðga samstarfið. Þeirra merkust eru Norðurlandaráðið, Norræna menningarmálanefndin og endurskoðun- arnefnd hjónabandslöggjafar. Megum við ekki segja, að nú sé með okkur náin samvinna, sem eigi engan sinn líka annars staðar í heiminum, sam- vinna, sem einnig skapar skyldur? Þessi samvinna er orðin svo náin, að hún leyfir enga kyrrstöðu, við verðum að halda á- fram og endurbæta í starfi, við verðum að afla okkur enn meiri virðingar, við verð- um að gerast varanlegt dæmi þess hvaða árangri má ná með lýðræðislegri sam- vinnu. Fyrir okkur er nærtækt að beina at- hyglinni að Húsmæðrasambandi Norður- landa og starfi þess. Samvinna norrænu húsmæðrafélaganna beinist í dag að skólamálum, hjónabandslöggjöf, eftii-- laryjum, störfum utan heimilis stund úr degi, málefnum neytenda og fjármálum heimilanna. Fylgja félög okkar þessum málefnum fast eftir? Eg er ekki alveg viss um að svo sé, þrátt fyrir að þau skipta öll meginmáli fyrir heimili okkar og hin norrænu þjóðfélög. Enn líður að 10. marz og þetta ár fellur mér sú ánægja í skaut að mega senda hinum norræna húsmæðradegi kveðju. Kveðjunni fylgja innilegustu óskir um, að þessi dagur, sem er orðinn mörgum hefðbundinn minningardagur, sameini okkur, norrænar húsfreyjur, í umræðum um vandamál norrænna þjóða og þau mörgu mál, sem eru okkur sameiginleg. Þessi dagur leggur okkur þá skyldu á herðar, að hafa víðari sjónhring en svo, að eingöngu taki til eigin fjölskyldu, eigin félags, eigin heimkynna og ættlands. Dag- urinn opnar okkur víðan sjónhring. Látum ekki smæstu hversdagssjónar- mið verða til þess, að við gleymum hinum voldugu öflum, sem hrærast með öllu mannkyni. Alette Engelhart. (S. Th. þýddi). 13 H ú sf r ey j an

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.