Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 5
vörturnar við og fyrirbyggja, að á þeim
myndist sár.
Eftir að barnið er fætt, skal gæta þess
vandlega að láta sér ekki verða kalt. Góð
regla er að hafa stykki, helzt ullarstykki,
við brjóstin þegar farið er út. Einnig á að
varast að sulla mikið í köldu vatni. Fylgj-
ast ber vel með því að brjóstin séu mjúk
og ósár viðkomu og það er góð regla að
tæma þau einu sinni á sólarhring. Stund-
um getur verið nauðsynlegt að tæma þau
oftar, en varast ber mjög að handfjalla
brjóstin um of. Ef þessa, sem hér er nefnt,
er gætt, auk hreinlætis, koma brjósta-
mein varla til greina.
Óska ekki flestar mæður eftir að geta
haft börn sín á brjósti?
Yfirgnæfandi meirihluti óskar þess, en
það fer áreiðanlega oft eftir afstöðu móð-
urinnar í því máli, hvort nægileg mjólk
myndast í brjóstunum. Því heyrist fleygt,
að sumar konur telji það of bindandi að
hafa börn á brjósti, en það er misskiln-
ingur að svo þurfi að vera. Mæðurnar geta
mjög ráðið því sjálfar innan vissra tak-
marka, hverjir verða matmálstímar barn-
anna og það er sannarlega ekki minni
fyrirhöfn að blanda í pela og allt sem því
fylgir, en að leggja barnið á brjóst og
veita því þannig milliliðalaust þá nær-
ingu, sem því er tvímælalaust hollust. Það
kemur fyrir að mæður verða að beita þol-
inmæði og lægni, en ég held að flestum,
sem eru ákveðnar í að hafa börn sín á
brjósti, takizt það.
Eg veit að þér hafið lært til þess að
kenna barnshafandi konum afslöppunar-
æfingar. Viljið þér vera svo góð að segja
mér eitthvað um þær?
Höfundur þessa æfingakerfis er enskur
læknir, dr. G. D. Read. Grundvöllur þess
er að búa konuna á einfaldan og heilbrigð-
an hátt undir það, sem í vændum er. Dr.
Read segir, að versti óvinur verðandi
mæðra sé óttinn og hann skapist í flestum
tilfellum af þekkingarskorti. Af óttanum
skapast spenna, sem síðan veldur sárs-
auka. Viti konan að mestu, hvað er að ger-
ast, hverfur óttinn og sé hún búin að und-
irbúa sig með viðeigandi afslöppunar- og
leikfimisæfingum, þá á fæðingin að verða
tiltölulega sársaukalítil, ef allt er eðli-
legt.
Hve snemma á meðgöngutímanum ættu
konur að hefja þessar æfingar?
Sérfræðingar segja, að þær eigi að
byrja, þegar þær séu komnar þrjá mán-
uði á leið, en reynsla mín er, að ef
þær byrja svo snemma, slái þær frekar
slöku við framan af tímanum og ætli svo
að herða sig um of síðast. Því tel ég
heppilegast að þær byrji um miðjan með-
göngutímann, þá endast þær til að gera
æfingarnar jafnt og þétt allan tímann.
Eru konur að jafnaði deyfðar hér með-
an á fæðingu stendur?
Það fer algerlega eftir því, hvers þær
óska. Það er mjög ríkt í vitund kvenna,
að erfiðasti þáttur fæðingarinnar sé koll-
hríðin, en það er misskilningur. Þá er
erfiðasta stiginu í flestum tilfellum lok-
ið og hafi þær ekki óskað eftir deyfingu
fyrr, verða þær undrandi á því hve þetta
síðasta stig er létt.
Þekking manna á mikilvægi þess, að
vel sé búið að mæðrum og börnum fer
sívaxandi, og nú er vitað að oft veldur
það úrslitum um þroska manna, hvernig
þau skilyrði eru, sem barnshafandi og
fæðandi konum eru búin. Hver stofnun,
sem upp rís og rækir vel sitt lilutverk
varðandi þau mál, vinnur gott og þakklátt
verk. S. Th.
Vont og verst
Vont er að láta leiða sig,
leiða og neyða.
Verra að láta veiða sig,
veiða og meiða.
Vont er að vera háð,
verra að lifa af náð.
Gott er að vera fleyg og fær,
frjáls í hverju spori.
sinnið verður sumarblær,
sáiin full af vori.
Ólöf Sigurðardóttir
frá Hlöðum
H ú s f r e y j an
5