Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 3

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 3
Husfreyjxin ReykiaVÍk Útgefandi: Kv.nfélagasantband Islands 2' 'ÖlublaS apríl-júní 1965 16. árgangur ustfto í blaði alþjóðakvenréttindafélagsins, Internatio- nal Women’s News desemberhefti 1964, birtist frétt frá dr. Hedi Flitz, þingmanni á Bonn-þing- inu, þess efnis, að það væri andstætt stjórnarskrá sambandslýðveldis Þýzkalands að gera stöðu eiginmannsins sem húsbónda á heimilinu hærri en stöðu húsmóðurinnar, og litið skyldi á hús- móðurstörfin sem fullgilt starf. Stjórnarskráin þýzka mælir skýrum stöfum fyrir um jafnrétti karla og kvenna og að hjónaband og fjölskylda skuli njóta sérstakrar verndar þjóðfélagsins. Sér- stakur yfirdómstóll á að fjalla um mál og laga- ákvæði, sem vafi leikur á um, hvort brjóti í bág við stjómarskrána, en yfirréttir einstakra landa V.-Þýzkalands dæma einnig í slíkum málum. Sakir áhuga míns á frétt dr. Hedi Flitz, skrifaði ég henni og bað hana um nánari upplýsingar. Hún sendi mér ljósprentaðan útdrátt úr dómi ein- um, auk ýmissa upplýsinga um lög og dóma um fjölskyldumál. Hér fer á eftir frásögn af dóminum og lausleg þýðing á kafla úr forsendum dómsins. Fyrir tveim árum (14. marz 1963) felldi landsyfirréttur í Bayern í Vestur-Þýzka- landi þann dóm, að orðið ,,húsfreyja“ væri orðið starfsheiti giftrar konu, sem ekki hefir starf með höndum utan heim- ilisins, og skyldi því færa það inn í afsals- og veðmálabók sem stöðuheiti kaupanda eða seljanda, ef um slíka konu væri að raaða. Málsatvik voru þau, að kona nokkur keypti fasteign og lét þinglýsa henni. Skrásetjari skráði kaupanda sem ,,hús- freyju“. Yfirmenn hans fundu að inn- húsfreyjan færslunni og sögðu að láðst hefði að geta um stöðu kaupanda, en ströng fyrirmæli eru um það þar í landi, að ekki fari milli mála, hver sé stétt eða staða þeirra, sem í þá bók eru skráðir. I undirrétti var dæmt, að staða kaupanda kæmi ekki fram í bókun. Skrásetjari undi ekki dóminum og vísaði málinu til landsyfirréttar. En landsyfirrétturinn hratt dómi undir- réttar. I forsendum dómsins er all-ræki- lega gerð grein fyrir skoðun réttarins og vikið að þeim breytingum, sem orðið hafa á siðustu tímum á högum manna og leitt hafi af sér nýtt mat á störfum; ný störf og starfsheiti hafi orðið til, en önnur aftur horfið. Síðan segir nokkurn veginn 'orðrétt: „Staða húsmóðurinnar í borgaralegu lífi hefir einnig breyzt. Vegna yfirráða- aðstöðu karlmannsins í opinberu lífi og innan f jölskyldunnar, og sennilega einnig vegna þess, að heimilisverkin voru að miklu leyti í höndum vinnustúlkna, kom það áður fyrr lítið í ljós út á við, hversu þáttur eiginkonunnar var mikilvægur fyr- ir heimilishaldið, og þar af leiðandi var húsmóðirin hvorki nægilega þekkt né til- hlýðilega viðurkennd opinberlega. Varð því lítið um mat á verðgildi starfa eigin- konunnar í þágu fjölskyldunnar, og við- urkenning á henni sjálfri sem persónu var ekki meiri en það, að venjulega ákvarð- 1

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.