Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 24

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 24
Ermar: Fitjið upp 12 (14) 16 11. Um leið og heklað er, er aukið út um 1 1. tvisvar báðum megin með 6 sm millibili. Þegar ermin er orðin 17 (19) 21 sm, er tekið úr báðum megin eins og fyrir handvegum á baki. Þegar ermahvelið er orðið jafn- langt handvegi, er slitið frá. Frágangur: Saumið kápuna saman og heklið síðan hettuna á eftirfarandi hátt. Byrjið á miðju baki og heklið þar til 3 sm eru eftir að brún framstykkis öðrum megin. Heklið 25 (27) 29 sm. Slítið frá. Heklið hinn helminginn af hettunni á sama hátt. Saumið hettuna saman að aftan og ofan. Heklið síðan 2 munstur- umferðir í andstæðum lit meðfram öll- um brúnum kápunnar. Gerið lykkju- hneslur að framan öðrum megin og festið stóra hnappa á hinum megin. Pressið að lokum alla sauma. Sjálfsagt er að fóðra innan kápuna og hettuna með vindþéttu efni, ef hún á að koma að gagni í íslenzkri veðráttu. Millipils Stærð: nr. 42. Efni: 1 m af 70 sm breiðu efni. Fyrir- myndirnar eru úr nylontafti og slifsisefni úr alsilki. Búið til snið eftir teikningunni; gerið alls staðar ráð fyrir 2 sm saumfari. Saum- ið síðan strenginn við með rétthverfu á móti rétthverfu, brjótið inn af honum, og leggið niður við í vélstunguna á rang- hverfunni. Saumið hliðarsauminn frá x til x og setjið rennilás í klaufina. Millipilsin má brydda með ýmsu móti, t.d. með blúndu að neðan og upp eftir Framhald á bls. 26. HÚSFREYJAN 22

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.