Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 5
Faein orð dferðalagi Samkvæmt dagbók Friðriks Jónssonar frá Sandfellshaga x Öxarfirði keyrði hann sunnudaginn 5. júlí, 19531, — ásamt tveim- ur bílstjórum — fimmtiu konur, sem fóru í skemmtiferð frá Raufarhöfn og nágrenni um Öxarfjörð og í Ásbyrgi. Farið var í boði Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Eftirfarandi ávarp var flutt í mjög skjóllegum og gróðui-ríkum stað í svo- nefndum Þykkvaskógi, sem er örstutt norðan við Vígabjarg í Forvöðum, við austanverða Jökulsá í Öxarfirði: Góðir gestir! Fararstjórinn, Jón Árnason, hefur mælst til þess, að ég segði ykkur eitthvað um það umhverfi, sem við okkur blasir héðan. Ég get ekki skorast undan því, þótt ég hefði kosið að hafa ofurlítiiin fyr- irvara, því á þessum stað og þessari stund væri sannarlega ástæða til að vanda kveðjur. Af heilum hug býð ég ykkur velkomnar hingað. Þvi miður er veðrið ekki eins gott og æskilegt væri, þó að austan stormurinn nái ekki til okkar hér. En skýjafarið lof- ar góðu um, að þið fáið sólai'sýn áður en þið farið héðan. Orðið Forvöð mun hafa sömu merk- ingu og forvaður við sjó, þar sem fara verður með gát, enda er hér víða við Jökulsá ekki heiglum hent að kunna fót- um sínum forráð. Takmörk Forvaða eru yzt við enda skógarhlíðarinnar, sem þið sjáið svo vel austan Jökulsárinnar, en að sunnan þar sem þið sjáið að skógarhlíðin þrýtur og hamrarnir taka við á annan kílómeter sunnan við Vígabjargið, sem við okkur blasir. Við skulum þó nema staðar nokkru sunnar við Dettifoss, þar sem segja má að aðal-gljúfrin byrji. En Dettifoss hafið þið án efa nokkrar séð. Um hann hafa mörg skáldin okkar ort stór- brotin ljóð eins og ykkur er vel kunnugt. Eitt þeirra var Kristján Fjallaskáld. Og þar sem hann ann fossinum og Fjöllunum sínum svo heitt, get ég ekki annað en minnst hans hér með nokkrum orðurn. Hann ávarpaði fossinn á þessa leið: ,,Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm og ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmefldum nísta heljar klóm, kveður þú, foss, minn foi'ni vinur, með fimbulrómi sí og æ. Undir þér bergið sterka stynur sem strá í næturkuldablæ.“ Þessi samlíking skáldsins finnst mér einstök perla. Skáldið heyrir stunur bergs- ins í fangbrögðum fossins. Og — þá kem- ur í hug þess stráið, sem hann þekkir svo vel — einmana á auðninni — þar sem það stendur hnípið og hnykkist til í svipti- vindi hinnar svölu nætur. Og fyrst berg- ið stynur, förum við nærri um líðan skáldsins, með ofurþunga einstæðings- skaparins á herðum, þar til göngunni lýk- ur. Fyrst ég fór að vitna í þessi ummæli Ki'istjáns Fjallaskálds, verð ég einnig að láta fylgja nokkur orð, sem sögð hafa verið um hann liðinn. Ég minnist ekki að hafa augum litið meistaralegri lýsingu á ævi hans í fáum orðum. Það er rithöf- undurinn Karl Isfeld, sem nemur staðar við hinzta hvílustað Kristjáns í kirkju- garðinum á Hofi og segir svo: ,,Á leiðinni er sívalur steinn, rúmlega eins metra hár, og sér í brotsár á hon- um að ofan. I steininn er greypt harpa og þessi áletrun: húspeevjan 3

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.